17. DESEMBER 2021

Uppfærð tilkynning vegna Log4j öryggisveikleikans

Vegna yfirvofandi ógnar á heimsvísu í tengslum við öryggisveikleikann Log4j sem uppgötvaðist á fimmtudaginn og óvissustigi almannavarna sem Ríkislögreglustjóri, í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu, hefur virkjað þá vill Origo koma eftirfarandi á framfæri.

  • Origo vinnur áfram að því að lágmarka áhættu og koma í veg fyrir mögulegt tjón vegna Log4j öryggisveikleikans.

  • Viðbragðsteymi rekstrarinnviða félagsins hafa unnið sleitulaust og í hæsta forgangi við að vernda tölvukerfi sem hýst eru og rekin af Origo auk þess að vernda skrifstofuumhverfi viðskiptavina þar sem Origo fer með útstöðvarekstur.

  • Viðbragðsteymi hugbúnaðarþróunar hafa að sama skapi einnig unnið sleitulaust við að vernda og lágmarka áhættur hvað varðar hugbúnað framleiddan af Origo ásamt því að meta hvort öryggisveikleikinn sé til staðar, beint eða óbeint í tengslum við lausnir frá öðrum hugbúnaðarbirgjum.

  • Búið er að efla og virkja enn frekar allt eftirlit með þessari óværu, fylgst er náið með og brugðist tafarlaust við ef aðstæður kalla á það.

  • Áfram er mögulegt að viðskiptavinir verði varir við breytta virkni en það er þá til komið vegna vinnu við að koma í veg fyrir áhættu eða vegna eftirlitskerfa sem fylgjast með, leita uppi og lagfæra öryggisgallann.

Origo mun áfram upplýsa um stöðu mála eftir því sem tilefni er til.

Origo vill einnig benda viðskiptavinum sínum á upplýsingar sem upplýsingaöryggisfyrirtækið Syndis hefur birt um virkni Log4j veikleikans og spurningar sem vakna við aðstæður sem þessar.  

Log4j Vulnerability

Spurningar