14/07/2020

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í innleiðingu og þróun Microsoft lausna

Microsoft samstarfsaðili ársins 2020

Microsoft á Íslandi valdi Origo sem samstarfsaðila ársins 2020 (Microsoft Partner of the Year) í janúar síðastliðnum. Microsoft á heimsvísu tilkynnti svo opinberlega um vinningshafana í gær á alþjóðlegri verðlaunahátíð sem fór að þessu sinni fram í gegnum fjarfund.

Verðlaun Microsoft fyrir samstarfsaðila ársins eru veitt þeim samstarfsaðilum Microsoft sem hafa þróað og afhent framúrskarandi Microsoft lausnir á síðastliðnu ári. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og eru verðlaunahafarnir valdir úr yfir 3.300 tilnefningum sem berast frá meira en 100 löndum víðsvegar um heiminn. Origo hlaut viðurkenningu fyrir að veita afburða lausnir og þjónustu sem eru byggðar á Microsoft tækni á Íslandi.

Origo hefur náð góðum árangri með viðskiptavinum sínum í þróun og innleiðingu á Microsoft 365 með áherslu á öryggi, samvinnutólið Teams og aðlögun á Azure skýjalausnum fyrir viðskiptavini.

„Það er heiður að fá að veita þeim samstarfsaðilum Microsoft sem náðu bestum árangri á árinu 2020 viðurkenningu,“ sagði Gavriella Schuster, framkvæmdastjóri One Commercial Partner hjá Microsoft. „Þessir samstarfsaðilar gengu lengra en hægt er að ætlast til með því að afhenda tímanlegar lausnir sem leysa flóknar áskoranir sem fyrirtæki um allan heim standa frammi fyrir. Þeir bjóða lausnir sem greiða fyrir rafrænum samskiptum og samvinnu, hjálpa viðskiptavinum að stórbæta reksturinn með Azure skýjaþjónustu, og veita ýmsa aðra þjónustu sem nýtist viðskiptavinum afar vel. Ég er stoltur að veita þessum samstarfsaðilum viðurkenningu og óska þeim innilega til hamingju.“

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með yfir 50 ára reynslu í þróun og rekstri upplýsingatæknikerfa. Hjá fyrirtækinu starfa um 450 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Microsoft samstarfsaðili ársins 2020Microsoft samstarfsaðili ársins 2020

Deila frétt