Meðferð persónuupplýsinga

Upplýsingar

Nánar um meðferð persónuupplýsinga

Hafa samband

Origo hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að fyrirtækið uppfylli skyldur sínar samkvæmt persónuverndarlögum. Allar fyrirspurnir vegna persónuverndar skulu berast persónuverndarfulltrúa á netfangið personuvernd@origo.is eða með pósti á:

Persónuverndarfulltrúi Origo, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga
Aðferðir við söfnun persónuupplýsinga
Tilgangur vinnslu og lagaheimild
Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila
Flutningur persónuupplýsinga utan EES
Öryggi persónuupplýsinga
Varðveisla persónuupplýsinga
Réttindi einstaklinga
Hvernig senda einstaklingar beiðni til Origo?
Undirvinnsluaðilar
Öryggi peresónuupplýsinga

Hjá Origo er lögð rík áhersla á vernd og öryggi persónuupplýsinga. Þessi samantekt hefur það að markmiði að gera grein fyrir því hvernig Origo safnar og vinnur með öðrum hætti persónuupplýsingar þegar félagið hefur stöðu ábyrgðaraðila.

Origo er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga einstaklinga sem eiga í viðskiptum við Origo og tengiliða sem koma fram fyrir hönd fyrirtækja í viðskiptum við Origo. Í því felst að Origo ákveður aðferðir og tilgang við vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina eða tengiliða fyrirtækja og ber jafnframt ábyrgð á meðferð og öryggi þeirra persónuupplýsinga.

Þessi samantekt nær hins vegar ekki til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við veitingu upplýsingatækniþjónustu til fyrirtækja þegar Origo hefur stöðu vinnsluaðila en þá teljast viðskiptavinir ábyrgðaraðilar að vinnslu persónuupplýsinga. Þau fyrirtæki sem kaupa upplýsingatækniþjónustu af Origo og gegna hlutverki ábyrgðaraðila bera ábyrgð á því að gerður sé vinnslusamningur við vinnsluaðila sem meðhöndla persónuupplýsingar fyrir þeirra hönd ásamt því að tryggja rétta meðferð og öryggi persónuupplýsinganna.

Þessari samantekt er ætlað að vera til viðbótar öðrum tilkynningum um persónuvernd sem Origo kann að birta einstaklingum vegna sértækrar vinnslu í tengslum við einstaka þjónustur.

Origo endurskoðar þessa samantekt reglulega til að sjá til þess að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur og endurspegli þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað hjá félaginu á hverjum tíma.

Síðustu breytingar voru gerðar þann 17. desember 2019

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000