Meðferð persónuupplýsinga

Hjá Origo hf., kt. 530292-2079, Borgartúni 37, 105 Reykjavík (einnig vísað til „félagsins“ og „okkar“) er lögð rík áhersla á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félagið vinnur. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um vinnslu Origo á persónuupplýsingum, þ. á m. hvaða persónuupplýsingum Origo safnar og með hvaða hætti félagið nýtir slíkar persónuupplýsingar.

Persónuverndarstefna þessi á eingöngu við þegar Origo vinnur persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, t.d. þegar Origo vinnur persónuupplýsingar einstaklinga sem eiga í viðskiptum við félagið, tengiliða sem koma fram fyrir hönd lögaðila sem eiga í viðskiptum við félagið eða umsækjenda um störf hjá félaginu.

Persónuverndarstefna þessi nær ekki til vinnslu Origo á persónuupplýsingum sem fer fram í tengslum við veitingu á upplýsingatækniþjónustu til lögaðila. Við slíkar aðstæður telst viðskiptavinur Origo ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga, en Origo kemur þá fram sem vinnsluaðili fyrir hönd viðskiptavinarins og vinnur Origo slíkar upplýsingar á grundvelli samnings við viðskiptavin.

Origo hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að félagið uppfylli skyldur sínar samkvæmt gildandi persónuverndarlögum hverju sinni, sbr. kafla 7 í stefnu þessari.

Stefnan

Persónuverndarstefna Origo

1. Hvaða persónuupplýsingar vinnum við?
2. Uppruni upplýsinga og varðveislutími
3. Miðlun persónuupplýsinga til þriðju aðila
4. Öryggi persónuupplýsinga
5. Réttindi þín
6. Hvernig sendi ég beiðni til Origo?
7. Persónuverndarfulltrúi Origo
8. Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
9. Breytingar á stefnu þessari
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000