Meðferð persónuupplýsinga

Hjá Origo hf., kt. 530292-2079, Borgartúni 37, 105 Reykjavík („Origo“eða „félagið“) og dótturfélagi Origo, Origo Lausnum ehf., kt. 450723-1770, Borgartúni 37, 105 Reykjavík („Origo Lausnir“ eða „félagið“)er lögð rík áhersla á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félögin vinna. Tilvísun til „félagsins“ og/eða „okkar“ í persónuverndarstefnu þessari tekur jafnt til Origo og Origo Lausna, eftir því sem við á hverju sinni, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Brand myndefni
Meðferð persónuupplýsinga

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um vinnslu félagsins á persónuupplýsingum, þ.á.m. hvaða persónuupplýsingum félagið safnar og með hvaða hætti það nýtir slíkar persónuupplýsingar. 

Persónuverndarstefna þessi á eingöngu við þegar félagið vinnur persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, t.d. þegar félagið vinnur persónuupplýsingar einstaklinga sem eiga í viðskiptum við félagið, tengiliða sem koma fram fyrir hönd lögaðila sem eiga í viðskiptum við félagið eða umsækjenda um störf hjá félaginu.

Persónuverndarstefna þessi nær ekki til vinnslu félagsins á persónuupplýsingum sem fer fram í tengslum við veitingu á upplýsingatækniþjónustu til lögaðila. Við slíkar aðstæður telst viðskiptavinur félagsins ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga, en félagið kemur þá fram sem vinnsluaðili fyrir hönd viðskiptavinarins og vinnur félagið slíkar upplýsingar á grundvelli samnings við viðskiptavin. 

Félagið hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem hefur eftirlit með því að félagið uppfylli skyldur sínar samkvæmt gildandi persónuverndarlögum hverju sinni, sbr. kafla 7 í stefnu þessari.

Stefnan

Persónuverndarstefna Origo