Framkvæmdastjórn Origo

Jón Björnsson, forstjóri Origo

Jón Björnsson

Forstjóri

Jón hóf störf í ágúst 2020 og hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar frá 2014 en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum frá 2002. Jón situr m.a. í stjórn Boozt.com.

Jón er menntaður viðskiptafræðingur frá Rider University, New Jersey.

Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri Mannauðssviðs

Dröfn hóf störf hjá Origo í febrúar 2013 og hefur mikla reynslu á vettvangi mannauðsmála. Hún starfaði áður sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 2012-2013, var fræðslustjóri hjá Arion banka frá 2009-2011 og starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2007-2009. Áður starfaði hún í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg.

Dröfn lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í sálfræði með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Giessen í Þýskalandi.

Gunnar Már Petersen, framkvæmdastjóri fjármála

Gunnar Már Petersen

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs

Gunnar var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011-2012 og fjármálastjóri Landic Property hf. frá 2006 til 2010. Áður hafði Gunnar starfað sem viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, Verðbréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf.

Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verðbréfamiðlari.

Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo

Lóa Bára Magnúsdóttir

Markaðsstjóri

Lóa hóf störf hjá Origo í janúar 2022 en hennar sérsvið er markaðsmál, samskipti og nýsköpun. Hún starfaði áður sem markaðs- og samskiptastjóri Heimstaden. Lóa bjó áður í ellefu ár í Noregi þar sem hún stýrði vörumerkjum og vöruþróun á norska dagvörumarkaðnum í fyrirtækjunum Orkla og Cloetta. 

Lóa er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2007 og með meistaragráðu í Alþjóðamarkaðsfræði frá European Business School í London.  

Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri þjónustulausna

Örn Þór Alfreðsson

Framkvæmdastjóri Þjónustulausnasviðs

Örn er með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri i upplýsingatækni. Örn starfaði lengi sem framkvæmdastjóri hjá EJS og síðar hjá Advania þar sem hann var ábyrgur fyrir sölu og samræmingu markaðsmála fyrirtækisins. Áður en hann hóf störf hjá Origo gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Glerverksmiðjunnar Samverk. 

Örn er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptalausna

Ingimar G. Bjarnason

Framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausnasviðs

Ingimar var áður framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi frá 2008. Ingimar hóf störf á hugbúnaðarsviði í febrúarmánuði 1998 og starfaði þar og síðan hjá Applicon ehf. fram til ágústmánaðar 2006. Þá tók Ingimar við sem framkvæmdastjóri Applicon Solutions Ltd. í Bretlandi.

Ingimar lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og síðan MBA-prófi frá IESE Viðskipta-háskólanum í Barcelona 2003.

Framkvæmdastjórn dótturfélaga

Jón Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri notendalausna Origo

Jón Mikael Jónasson

Framkvæmdastjóri Origo Lausna

Jón var áður framkvæmdastjóri Danól frá 2017 og starfaði hjá Ölgerðinni og félögum innan samsteypunnar í 20 ár. Þar sinnti hann hinum ýmsu stjórnendastöðum, bæði sem sölu- og markaðsstjóri, vörumerkjastjóri og framkvæmdastjóri Danól.

Jón Mikael er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og Erasmus University í Hollandi.

Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix

Arna Harðardóttir

Framkvæmdastjóri Helix

Arna hóf störf hjá Heilbrigðislausnum Origo í nóvember 2020 og stýrði þar sölu- og markaðsmálum áður en hún tók við starfi framkvæmdarstjóra. Arna hefur víðtæka reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og starfaði hún m.a. við viðskiptastýringu hjá Medor. 

Arna lauk prófi í Heilbrigðisverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og er með meistagráðu í Viðskiptafræði frá sama skóla. 

Anton M. Egilsson

Anton Egilsson

Framkvæmdastjóri Syndis

Anton hefur yfir 20 ára reynslu á sviði upplýsingatækni sem leiðtogi, lausna-arkitekt, ráðgjafi, frumkvöðull og stjórnandi. Síðustu 10 ár hefur hann leitt og byggt upp teymi í kringum hugbúnaðarþróun og ný þjónustuframboð. Anton hefur mikla reynslu á sviði upplýsingaöryggis og hefur byggt upp öryggislausnir Origo ásamt reynslumiklu teymi öryggissérfræðinga sem veita þjónustu í hæsta gæðaflokki til viðskiptavina þvert á iðnaði.