Framkvæmdastjórar Origo og dótturfélaga

Jón Björnsson, forstjóri Origo

Jón Björnsson

Forstjóri

Jón hóf störf í ágúst 2020 og hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar frá 2014 en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum frá 2002. Jón situr m.a. í stjórn Boozt.com.

Jón er menntaður viðskiptafræðingur frá Rider University, New Jersey.

Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri Mannauðssviðs

Dröfn hóf störf hjá Origo í febrúar 2013 og hefur mikla reynslu á vettvangi mannauðsmála. Hún starfaði áður sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 2012-2013, var fræðslustjóri hjá Arion banka frá 2009-2011 og starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2007-2009. Áður starfaði hún í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg.

Dröfn lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í sálfræði með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Giessen í Þýskalandi.

Gunnar Már Petersen, framkvæmdastjóri fjármála

Gunnar Már Petersen

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs

Gunnar var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011-2012 og fjármálastjóri Landic Property hf. frá 2006 til 2010. Áður hafði Gunnar starfað sem viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, Verðbréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf.

Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verðbréfamiðlari.

Jón Mikael Jónasson

Jón Mikael Jónasson

Framkvæmdastjóri Notendalausnasviðs

Jón var áður framkvæmdastjóri Danól frá 2017 og starfaði hjá Ölgerðinni og félögum innan samsteypunnar í 20 ár. Þar sinnti hann hinum ýmsu stjórnendastöðum, bæði sem sölu- og markaðsstjóri, vörumerkjastjóri og framkvæmdastjóri Danól.

Jón Mikael er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og Erasmus University í Hollandi.

Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri þjónustulausna

Örn Þór Alfreðsson

Framkvæmdastjóri Þjónustulausnasviðs

Örn er með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri i upplýsingatækni. Örn starfaði lengi sem framkvæmdastjóri hjá EJS og síðar hjá Advania þar sem hann var ábyrgur fyrir sölu og samræmingu markaðsmála fyrirtækisins. Áður en hann hóf störf hjá Origo gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Glerverksmiðjunnar Samverk. 

Örn er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptalausna

Ingimar G. Bjarnason

Framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausnasviðs

Ingimar var áður framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi frá 2008. Ingimar hóf störf á hugbúnaðarsviði í febrúarmánuði 1998 og starfaði þar og síðan hjá Applicon ehf. fram til ágústmánaðar 2006. Þá tók Ingimar við sem framkvæmdastjóri Applicon Solutions Ltd. í Bretlandi.

Ingimar lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og síðan MBA-prófi frá IESE Viðskipta-háskólanum í Barcelona 2003.

Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri hugbúnaðalausna

Hákon Sigurhansson

Framkvæmdastjóri Heilbrigðislausnasviðs

Hákon hefur starfað hjá fyrirtækinu frá byrjun árs 2008, fyrst sem framkvæmdastjóri EMR heilbrigðislausna og síðar sem forstöðumaður Heilbrigðislausnasviðs TM Software. Áður starfaði Hákon meðal annars sem sjálfstæður ráðgjafi, stýrði sölu- og vörustjórnunarsviði og síðar þróunarsviði Trackwell Software og var yfirmaður upplýsingatæknimála dómsmálaráðuneytisins.

Hákon er með MBA-próf frá ESCP viðskiptaháskólanum í París og MSc-gráðu í rafeindaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg.

Victoria Sundberg, CEO of Applicon in Sweden

Victoria Sundberg

Framkvæmdastjóri Applicon

Victoria hefur starfað sem framkvæmdastjóri Applicon síðan 2020. Hún hefur víðtæka reynslu af sölu, stafrænni umbreytingu og viðskiptaþróun í evrópska upplýsingatækni- og fjármálageiranum. Nú síðast starfaði Victoria sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá CIRIO og þar áður sem forstöðumaður viðskiptasviðs hjá Crosskey Banking Solutions og ráðgjafi hjá Capgemini.

Victoria er með B.s.c. gráðu í upplýsingatækni og tölvunarfræði frá Mälardalen háskólanum í Svíþjóð.

Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis

Valdimar Óskarsson

Framkvæmdastjóri Syndis

Valdimar tók við starfi framkvæmdastjóra Syndis árið 2017. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði öryggismála og starfaði áður sem yfirmaður upplýsingaöryggis (CSIO) hjá Transfast frá 2015-2017 og sem yfirmaður öryggismála (CSO) hjá Betsson Group í Möltu frá 2012-2015. Áður starfaði hann í Danmörku sem rekstrarstjóri Betaware, nú Novomatic, og sem ráðgjafi hjá Sensa frá 2012 og sinnti gæðaeftirliti við innleiðingu öryggisstaðla hjá nSensa, sem sameinaðist F-secure árið 2015.

Valdimar er með meistaragráðu í upplýsingatækniöryggi.