Góð ráð fyrir umsækjendur

Mestu máli skiptir að gera vandaða og skýra ferilskrá

  • Við mælum með að þú hafir starfsreynslu/menntun í tímaröð og að hafa nýjasta efst

  • Passaðu vel uppá að allar dagsetningar séu réttar

  • Hvaða störf hefur þú unnið og setja inn stutta starfslýsingu fyrir hvert starf

  • Gott er að hafa mynd í ferilskránni, þó ekki nauðsynlegt

  • Leggðu áherslu á styrkleika þína og hæfni svo sem tölvuþekkingu, tungumál og fleira sem nýtist í því starfi sem sótt er um

  • Tilgreindu umsagnaraðila og hvort hafa megi samband við þá eða láta þig vita áður.

  • Mjög mikilvægt er að fá einhvern til að lesa yfir ferilskrána þína til að fá álit og eins fara yfir stafsetningu

  • Þegar þú hefur sett upp ferilskrá í Word er betra að vista hana sem pdf skjal eða setja hana upp eftir tilbúnu sniðmáti t.d. inni á canva.com

Hvernig undirbý ég mig fyrir starfsviðtal?

  • Mættu tímanlega

  • Vertu búin/n að kynna þér fyrirtækið t.d. á heimasíðunni

  • Vertu með hæfniskröfur og helstu verkefni starfsins á hreinu og vertu undirbúin/n fyrir þær spurningar sem því tengjast

  • Taktu þétt í hönd þess sem tekur á móti þér (ekki kreista)

  • Horfðu á viðmælandann þegar þú talar

  • Ekki vera með tyggjó, mat eða drykk með þér

  • Snyrtilegur klæðnaður og hreinlæti er vel við hæfi

  • Bros og jákvætt viðmót er gott veganesti inn í starfsviðtal