Umhverfisstefna Origo

Umhverfisstefna Origo er sett fram til að leggja áherslu á að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi. Meginmarkmið er að samstæðan leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.

Brand myndefni

Umfang

Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi Origo og dótturfélaga auk allra starfsmanna samstæðunnar. Starfsmenn og stjórnendur samstæðunnar skulu kynna sér efni stefnunnar og framfylgja henni, auk þess að leita leiða til umbóta í umhverfismálum.

Framfylgja skal öllum lagakröfum á sviði umhverfismála í starfsemi samstæðunnar. Með umhverfisstefnunni skuldbindur samstæðan sig til að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar.

Markmið

  • Efla umhverfisvitund starfsfólks og hvetja starfsmenn til að bera virðingu fyrir umhverfinu

  • Endurnýta og endurvinna það sem fellur til í rekstrinum og farga öðru á viðeigandi hátt

  • Orkunotkun verði haldið í lágmarki og leitast við að draga úr mengun

  • Innkaup fyrirtækisins taki mið af umhverfissjónarmiðum þar sem því verður við komið

  • Leitast við að þróa umhverfisvænar upplýsingatæknilausnir fyrir viðskiptavini

  • Leitast við að efla umhverfisvitund viðskiptavina og hvetja til endurvinnslu

Leiðir að markmiðum

  • Umhverfisnefnd verði sett á laggirnar sem hefur það hlutverk að stuðla að fræðslu fyrir starfsfólk með það að markmiði að efla umhverfisvitund auk þess að veita ábyrgðaraðilum aðgerðaaðhald.

  • Gerð skal aðgerðaáætlun til tvegg ja ára í senn þar sem leiðir að markmiðum og aðgerðir eru útlistaðar og ábyrgð á árangri skilgreind.

Breytingar vegna COVID-19

Dregið hefur úr úrgangi á milli ára en það má á miklu leyti rekja til COVID-19 árið 2020. Starfsmenn unnu að mestu leyti heiman frá og mötuneyti sinnti mun færri starfsmönnum en undir venjulegum kringumstæðum sem sést best á samdrætti í lífrænum úrgangi frá höfuðstöðvum Origo.

Mikil tækifæri eru til þess að flokka betur og draga úr almennu sorpi. Auk þess má ætla að draga megi verulega úr matarsóun en undir venjulegum kringumstæðum er ríflega tonni hent af lífrænum úrgangi í mánuði að meðaltali.

2020 (janúar-nóvember)

  • Flokkað: 16.325  kg.    -    57,8%

  • Óflokkað: 11.935 kg    -    42,2%

Samtals: 28.260 kg.

Stærstu úrgangsflokkarnir:

  • Almennt sorp: 11.763 kg.

  • Lífrænn úrgangur til jarðgerða: 6.030 kg

Ábyrgð

Forstjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd umhverfisstefnunnar en umhverfisnefnd fyrirtækisins skal í umboði forstjóra fylgjast með framkvæmd stefnunnar og endurskoða reglulega. Sérhver starfsmaður framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í öllu starfi sínu.

Eftirfylgni og endurskoðun

Umhverfisstefna samstæðunnar er sett fram til langs tíma en skal yfirfarin á tveggja ára fresti eða oftar ef þörf krefur. Aðgerðaáætlun er sett til tveggja ára í senn. Árlega skal umhverfisnefnd gera grein fyrir stöðu umhverfismála í samstæðunni með skýrslu til forstjóra.

Sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla Origo 2021

Sjálfbærniskýrsla Origo 2021 hefur verið útbúin til samræmis við GRI og UFS leiðbeiningar Nasdaq. Þá er einnig horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Órjúfanlegur hluti af stefnunni eru sex markmið fyrir hvern flokk: Umhverfismál, félagsleg málefni og stjórnarhætti. Einnig fylgir með nákvæm aðgerðaáætlun ásamt leiðum til að ná fram helstu markmiðum stefnunnar.

Vistspor er mælikvarði á hve mikið af gæðum jarðar fólk nýtir við neyslu sína og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér