Frá ráðningu til starfsloka með Kjarna
Vertu velkomin á stutta kynningu á mannauðs- og launakerfinu Kjarna. Farið verður yfir það hvaða kerfishlutum Kjarni samanstendur af og hvernig þessir ólíku kerfishlutar styðja ferlið allt frá ráðningu starfsmanns til starfsloka.
Stutt kynning á Kjarna, mannauðs- og launalausn Origo
Vefvarpið er á fimmtudaginn, þann 11. febrúar kl. 9-10
Farið verður yfir það hvaða kerfishlutum Kjarni samanstendur af og hvernig þessir ólíku kerfishlutar styðja ferlið, allt frá ráðningu starfsmanns til starfsloka.
Sýnt verður hversu gott aðgengi stjórnenda er að lykilstarfsmannaupplýsingum auk aðgengis starfsfólks að sínum eigin upplýsingum. Nútímlegt og notendavænt viðmót ásamt öruggri hýsingu eru auk þess kostir sem Kjarni býr yfir.
Reynslusaga frá notanda
Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri RB, mun fjalla um sína reynslu af Kjarna þar sem hann innleiddi Kjarna þar á árinu 2020. Brynjar hefur þó enn lengri reynslu af Kjarna en hann starfaði áður við mannauðsmál hjá Origo og Landsvirkjun. Hjá báðum fyrirtækjum innleiddi hann Kjarna, svo hann hefur reynslu af kerfinu allt fá árinu 2014.
Brynjar mun fjalla um hvernig aðgengi bæði starfsfólks og stjórnenda að mannauðsupplýsingum hefur batnað með tilkomu Kjarna hjá RB, en báðir þessir hópar hafa aðgang að kerfinu í gegnum vefviðmót. Þá mun hann einnig koma inn á hvernig hann nýtti skýrslugerðartól eins og PowerBI til að birta stjórnendum mannauðs- og launaupplýsingar beint úr Kjarna.
Endilega skráðu þig á viðburðinn og sjáðu hvort Kjarni sé ekki einmitt það sem þitt fyrirtæki þarfnast!
segðu frá
Fyrirlesarar
Halla Árnadóttir
forstöðumaður mannauðs- og launalausna Origo
Brynjar Már Brynjólfsson
mannauðsstjóri RB
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir
launaráðgjafi og vörustjóri launahluta Kjarna