Netöryggi - hvernig er best að undirbúa sig?

Fyrsti fundur af þremur í viðburðaröð Origo um netöryggi. Við viljum bjóða þér öryggismola sem geta hjálpað þínu fyrirtæki að minnka líkurnar á skaða við netárás.

27/09/22
Vox Club Hótel Nordica

Við bjóðum þér öryggismola

Staðreyndin er sú að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær fyrirtæki verða fyrir netárás. Við bjóðum þér á fyrsta morgunverðarfund af þremur í viðburðaröð Origo, þar sem lögð verður áhersla á netöryggi. Sérfræðingar í öryggismálum munu bera á borð öryggismola sem geta hjálpað þínu fyrirtæki að minnka líkurnar á skaða við netárás.

Ógnin er raunveruleg og það er ekki hægt að tryggja eftir á!

Fundurinn hefst kl. 08:45 og lýkur kl. 10:30. Gengið er inn hægra megin við aðal inngang hótelsins.

Dagskráin er hnitmiðuð og fræðandi

 • 08:45 morgunverður

 • Fundarstjóri er Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna Origo

 • Veistu hvað er að gerast í kerfunum þínum?

  Valdimar Óskarsson, Syndis -
  Hann fer yfir hvernig hægt er að greina öryggisfrávik og óeðlilega hegðun í kerfum og lágmarka þann skaða sem getur hlotist. Það er ekki til 100% öryggi, en gott eftirlit og rétt viðbrögð geta minnkað skaðann svo um munar.

 • Expanding the cyber security into your network

  Rickard Kenttä, Fortinet -
  Why do we need to evolve our security from perimeter defense into a multiple vector defense?

 • Hvernig tryggir Origo netöryggi viðskiptavina sinna?

  Arnþór Björn Reynisson, Origo -
  Hvað gerir Origo til að tryggja netöryggi viðskiptavina sinna og hvaða lausnir eru í boði? Þá verður Öryggismat Origo kynnt til sögunnar.

segðu frá

Fyrirlesarar með yfirgripsmikla þekkingu á öryggismálum

Rickard Kenttä

Rickard Kenttä

Systems engineer at Fortinet

Rickard hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni og öryggismálum. Hann hefur m.a. starfað hjá Ericsson og ráðgjafafyrirtækinu Caperio.

Valdimar Óskarsson

Valdimar Óskarsson

CEO Syndis Security

Valdimar er með M.Sc. í upplýsingatækni/öryggi og hefur víðtæka reynslu á sviði öryggis- og upplýsingaöryggisstjórnunar. Valdimar bjó erlendis á árunum 2002 – 2017, þar sem hann starfaði m.a. hjá Betware (nú Novomatic), hjá nSense sem PCI Qualified Security Assessor (QSA). Þá starfaði hann sem CSO í Betsson Group á Möltu og árið 2015 gerðist hann CISO hjá hinu alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtæki Transfast.

Arnþór Björn Reynisson

Arnþór Björn Reynisson

Hópstjóri hýsinga- og skýjalausna Origo

Arnþór er með yfir 20 ára reynslu af stjórnun hýsingarlausna og hefur verið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum ráðgefandi á þessu sviði.