Vefvarp

Omnichannel Retail: Vinningsformúlan í stafrænum heimi

#omnichannel
20. maí
9:00
Vefvarp
Um viðburðinn

Omnichannel Retail: Vinningsformúlan í stafrænum heimi

Stöðugt berast fréttir af því að hefðbundin verslun eigi sér ekki bjarta framtíð eftir því sem neytendur versla í síauknum mæli á netinu. Engu að síður fer meirihluti verslunar á heimsvísu enn fram með hefðbundnum hætti í hefðbundnum búðum. Til dæmis er hlutfall hefðbundinnar verslunar 90% í Bandaríkjunum, 92% í Bretlandi og 94% í Kína.  

Stóra breytingin er sú að í dag leita viðskiptavinir að upplýsingum á netinu áður en þeir fara í búðina til að versla. Alhliða verslunarnálgun (e. Omnichannel Retail) fagnar öllu því sem hefðbundin verslun hefur fram að færa, svo sem möguleikann á að snerta eða prófa vörur áður en þær eru keyptar og útskýrir auk þess hvers vegna það er nauðsynlegt fyrir hefðbundnar verslanir að beisla kraft stafrænnar tækni og alhliða verslunarupplifun. Með því að tengja saman stafræna verslun og verslun í raunheimum býður alhliða verslunarnálgun fjölmörg tækifæri fyrir hefðbundnar verslanir; svo betri verslunarupplifun með því að sérsníða vörur að þörfum tiltekinna viðskiptavina, nýta sveigjanlega verðlagningu, markaðssetja arðbærar vörur sérstaklega til ákveðinna viðskiptavina, og umfram allt, að þróa raunveruleg og arðbær sambönd við bestu viðskiptavini þína.

Einn helsti áhrifavaldur á sviði verslunar

Til þess að fræða okkur um vinningsformúluna í Omnichannel Retail höfum við fengið til liðs við okkur Miya Knights, sem er einn helsti áhrifavaldur á sviði verslunar og verðlaunahöfundur. Hún býr yfir hartnær 20 ára reynslu sem blaðamaður, ritstjóri og rannsóknarstjóri með sérhæfingu í notkun fyrirtækjatækni í verslunargeiranum. Á ferli sínum hefur hún verið í fararbroddi þegar kemur að þeim áskorunum sem verslanir standa frammi fyrir og því hvaða tækni er best til þess fallin að mæta flóknari væntingum og hegðun viðskiptavina.

Miya hefur skrifað tvær bækur um framtíð og þróun verslunar; annars vegar "Omnichannel Retail: How to Build Winning Stores in a Digital World" og hins vegar "Amazon: How the World’s Most Relentless Retailer Will Continue to Revolutionize Commerce". Sú fyrrnefnda var tilnefnd ein af viðskiptabókum ársins í Bretlandi árið 2019.

#omnichannel

Deildu viðburðinum
Nánar um Miyu Knights

How to Build Winning Stores in a Digital World

Miya KnightsVerðlaunahöfundur, áhrifavaldur og fyrirlesari

Miya er álitin ein af helstu áhrifavöldum á sviði verslunar og hefur nýverið komið fram á BBC, ITN og Sky News, auk þess að halda reglulega fyrirlestra eða stýra umræðum á hinum ýmsu viðburðum greinarinnar. Sem blaðamaður skrifar Miya reglulega greinar í hin ýmsu rit, svo sem The TimesThe IndependentFinancial TimesE&T MagazineHRZoneTechWeekEurope UKCIO UKComputer WeeklyIT ProCloud Prov3.co.uk og Computing. Miya er með meistarapróf í enskum bókmenntum og tungumálum frá háskólanum í Oxford. Hún býr í Sussex í Englandi.

Vefvarpið er unnið í samstarfi við Zebra

Hefur þú verkefni í huga?

Hafðu samband

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000