Stafræn vakning í íslenskri smásölu: Reynslusaga
Hvernig hafa íslenskar verslanir brugðist við breyttri kauphegðun, aukinni tæknibyltingu og vaxandi umhverfissjónarmiðum í skugga Covid-19?

Griðarleg stafræn vakning hefur átt sér stað í smásölu um heim allan. Kauphegðun fólks hefur breyst, tæknivæðing verslana hefur þotið fram um fjölda ára og neytendur leggja aukna áherslu á umhverfismál.
Þá hefur Covid-19 faraldurinn verið lyftistöng fyrir netverslanir en reiðarslag fyrir margar hefðbundnar verslanir.
Í þessu vefvarpi mun Sigurjón Hjaltason, vörustjóri hjá Origo, ræða við Sigrúnu Láru Sverrisdóttur þjónustustjóra mannauðs & menningar hjá OR, Albert Magnússon, stofnanda Lindex á Íslandi, og Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóra Rekstrarvara, um þeirra reynslu síðustu 12-18 mánaða af breyttri kauphegðun og hvernig tæknilausnir skipta sífellt meira máli í baráttunni um hylli neytenda.
Fyrstu 50 sem skrá sig geta eignast stafrænt eintak af Amazon: How the World’s Most Relentless Retailer Will Continue to Revolutionize Commerce eftir Miya Knights.
segðu frá
Fyrirlesarar

Sigurjón Hjaltason
Vörustjóri hjá Origo

Einar Kristjánsson
Framkvæmdastjóri Rekstrarvara

Albert Magnússon
Stofnandi Lindex á Íslandi

Sigrún Lára Sverrisdóttir
Þjónustustjóri Mannauðs & menningar hjá OR