Stafræn vakning í íslenskri smásölu: Reynslusaga

Hvernig hafa íslenskar verslanir brugðist við breyttri kauphegðun, aukinni tæknibyltingu og vaxandi umhverfissjónarmiðum í skugga Covid-19?

10/06/21
Vefvarp

Griðarleg stafræn vakning hefur átt sér stað í smásölu um heim allan. Kauphegðun fólks hefur breyst, tæknivæðing verslana hefur þotið fram um fjölda ára og neytendur leggja aukna áherslu á umhverfismál.

Þá hefur Covid-19 faraldurinn verið lyftistöng fyrir netverslanir en reiðarslag fyrir margar hefðbundnar verslanir.

Í þessu vefvarpi mun Sigurjón Hjaltason, vörustjóri hjá Origo, ræða við Sigrúnu Láru Sverrisdóttur þjónustustjóra mannauðs & menningar hjá OR, Albert Magnússon, stofnanda Lindex á Íslandi, og Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóra Rekstrarvara, um þeirra reynslu síðustu 12-18 mánaða af breyttri kauphegðun og hvernig tæknilausnir skipta sífellt meira máli í baráttunni um hylli neytenda.

Fyrstu 50 sem skrá sig geta eignast stafrænt eintak af Amazon: How the World’s Most Relentless Retailer Will Continue to Revolutionize Commerce eftir Miya Knights.

segðu frá

Fyrirlesarar

Sigurjón Hjaltason

Sigurjón Hjaltason

Vörustjóri hjá Origo

Einar Kristjánsson

Einar Kristjánsson

Framkvæmdastjóri Rekstrarvara

Albert Magnússon

Albert Magnússon

Stofnandi Lindex á Íslandi

Sigrún Lára Sverrisdóttir

Sigrún Lára Sverrisdóttir

Þjónustustjóri Mannauðs & menningar hjá OR