Vefvarpið fer fram á þriðjudaginn 13. apríl frá kl. 9 - 10.30
Það hefur sýnt sig að við erum upp til hópa þrautseig og útsjónarsöm. Hlutir sem við sáum ekki fyrir að væru mögulegir fyrir ári síðan, eru hægt og bítandi að festa sig í sessi. COVID, samkomutakmarkanir og fjarvinna hefur snert okkur öll með einum eða öðrum hætti, bæði þegar kemur að því hvar við vinnum en líka hvernig við vinnum.
Viðhald vottaðs gæðakerfis er engin undantekning - upp hafa komið áskoranir en líka mörg tækifæri. Þessar breytingar snerta bæði starfsfólk og þau sem reka gæðakerfi nokkar.
Við upphaf þessara breytinga voru flestar úttektir og vottanir settar á ís, en neyðin kennir okkur að hugsa í lausnum. Það sem við töldum áður að væri ekki hægt, varð allt í einu framkvæmanlegt.
Nokkir af viðskiptavinum CCQ ætla á þessari ráðstefnu að deila með okkur sinni reynslu.
Boðið verður upp á pallborsumræður að loknum fyrirlestrunum þar sem þátttakendur geta borið fram spurningar
#CCQ