Veist þú hvað þitt fyrirtæki þolir mikinn niðritíma?
Á þessum fundi verður fjallað um hvað fyrirtæki þurfa að gera til þess að tryggja samfelldan rekstur og hlíta nýjum lögum sem að því lúta..

Á þessum morgunverðarfundi verður fjallað um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta viðhaldið samfelldum rekstri í alvarlegum frávikum. Auk þess verður fjallað um hvernig upplýsingatækni hefur áhrif á rekstrarhæfi og mikilvægi þess að skilja hvaða lykilvarnir eru nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika í rekstri.
Háar sektir ef kröfum er ekki fylgt
Auknar kröfur eftirlitsaðila til viðbúnaðar og viðnámsþróttar ýta undir mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir séu með sterkar áætlanir, eftirlit og varnir fyrir mögulegum ógnum. DORA, NIS2 og fleiri reglugerðir gera mörgum fyrirtækjum jafnframt skilt að huga að slíkum þáttum og ef þeim er ekki fylgt geta fyrirtæki lent í háum sektum og lögsóknum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Góður undirbúningur, reglulega yfirfarnir ferlar og áhættumat eru ekki einungis fyrirbyggjandi aðgerðir heldur geta skapað samkeppnisforskot.
Ekki missa af þessum fræðandi fundi
Ef þú vilt kynna þér nýjustu öryggislausnirnar á markaðnum og öðlast þekkingu um hvernig þú getur skapað öruggt upplýsingatækniumhverfi hjá þínu fyrirtæki, þá viltu ekki missa af þessum viðburði!
Boðið verður upp á morgunhressingu á meðan á viðburðinum stendur og að erindum loknum gefst tækifæri til að ræða málin og tengslamyndunar.
Skráning á ráðstefnuna
Skráning á ráðstefnuna
segðu frá
Dagskrá
KL 08:45 -09:00
Morgunhressing
KL 09:00
Dagskrá hefst
Ottó Freyr Jóhannsson framkvæmdarstjóri þjónustu og reksturs hjá Origo
Mikilvægi áætlunar um rekstrarsamfellu
Arnþór Björn Reynisson forstöðumaður hjá Origo
Hlutverk afritunar og endurheimtarprófa til að tryggja rekstrarsamfellu
Pétur Eyþórsson frá Cristie
Hlé
Belti, axlabönd, vöðlur og fallhlíf - Netöryggi í nýjum veruleika
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Keystrike
Stafrænt fótspor í augum hakkarans
Björn Orri Guðmundsson framkvæmdarstjóri Aftra
KL 11:10 -11:15