Gögn & tónik
Undirstöður sem virka eða gagnslaus gervigreind? Á þessum síðdegisviðburði munu fjórir af fremstu gagnasérfræðingum landsins miðla þeirra reynslu og þekkingu á gagnavistkerfi Microsoft, þar á meðal Fabric, Foundry og Copilot.

Gervigreind hefur verið áberandi í umræðu innan tæknigeirans og í samfélaginu öllu, en án traustra gagnainnviða og góðrar yfirsýnar yfir gögn nýtist hún illa. Til að skapa raunverulegt virði þarf sterkan grunn í gagnastjórnun og samþættingu.
Á þessum viðburði munu fjórir af fremstu gagnasérfræðingum landsins miðla þeirra reynslu og þekkingu á gagnavistkerfi Microsoft, þar á meðal Fabric, Foundry og Copilot.
Farið verður yfir hvernig nýta má þessar lausnir á skilvirkan og einfaldan hátt, hvort sem það er með uppbyggingu gervigreindarlausna, sjálfvirknivæðingu ferla eða með snjallari mælaborðum.
Boðið verður upp á léttar veitingar á viðburðinum og að erindum loknum gefst tækifæri til að ræða málin og tengslamyndunar.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara og erindi verða kynntar síðar.