28/01/2025

"Við opnuðum nýja verslun á hálfum degi." Hraðari vöxtur með Business Central frá Origo

Með innleiðingu Business Central hefur Húrra Reykjavík samþætt allar verslanir sínar í eitt kerfi, gert tengingu við vefverslun sjálfvirka og nýtt Power BI til að greina gögn á einfaldari hátt með betri yfirsýn.

Björn Þorláksson og S. Arnór Hreiðarsson

VIÐSKIPTAVINUR

OKKAR AÐKOMA

Microsoft Business Central

Húrra Reykjavík hefur verið ein af framsæknustu tískuverslunum landsins frá opnun sinni árið 2014. Á þessum tíu árum hefur fyrirtækið sýnt einstaka hæfni til að aðlagast breyttum þörfum viðskiptavina og markaðarins og vaxið úr einni verslun á Hverfisgötu yfir í þrjár verslanir ásamt öflugri netverslun sem hefur orðið lykilþáttur í rekstrinum.

Árið 2024 var eitt mesta vaxtarár fyrirtækisins til þessa, með opnun nýrra verslana á Keflavíkurflugvelli og í Kringlunni. Til að styðja við þennan hraða vöxt tók Húrra Reykjavík stórt skref í stafrænum umbreytingum með því að innleiða Microsoft Business Central frá Origo.

Björn Þorláksson, verkefnastjóri Húrra ReykjavíkBjörn Þorláksson, verkefnastjóri Húrra Reykjavík

Það var ljóst snemma á árinu hvað lá fyrir og í takt við þessar breytingar tókum við ákvörðun í samstarfi við Origo að færa okkur úr Navision 2016 yfir í Business Central.

Björn Þorláksson

Verkefnastjóri Húrra Reykjavík

Markmið verkefnisins

  • Samþætta allar verslanir í eitt miðlægt kerfi.

  • Sjálfvirknivæða samskipti við vefverslun.

  • Einfalda gagnagreiningu og ákvarðanatöku.

  • Búa í haginn fyrir áframhaldandi vöxt.

Áskorunin: Skortur á samþættingu og sjálfvirkni

Með vaxandi umfangi rekstrar var ljóst að eldri lausn fyrirtækisins, Navision 2016, sem var hýst á staðbundnum netþjóni, var ekki lengur í stakk búinn til að styðja við áframhaldandi vöxt.

"Kerfið var hýst á server vél í verslun okkar á Hverfisgötu sem gekk ágætlega en þykir kannski örlítið frumstætt árið 2024. Með nýjum verslunum á nýjum staðsetningum lá því beinast við að færa okkur í skýið," segir Björn Þorláksson, verkefnastjóri Húrra Reykjavík.

Verslun Húrra Reykjavík í KringlunniVerslun Húrra Reykjavík í Kringlunni

Lausnin: Sveigjanleiki sem styður við vöxt

Business Central reyndist vera rétta skrefið fram á við fyrir Húrra Reykjavík, með þremur lykilþáttum sem skiptu sköpum.

1. Sjálfvirk samþætting við vefverslun

"Frá 2021 hefur vefverslunin verið rekin alfarið innanhúss. Við sáum um samskipti milli server vélar og til Shopify. Með tilkomu Business Central var þetta úr sögunni. Með Business Central fylgir Shopify tenging sem annast öll þessi samskipti. Með því spörum við okkur nokkur handtök sem á heildina litið getur verið mikill tímasparnaður," útskýrir Björn.

2. Öflugri gagnagreining

Business Central gerir gagnagreiningu einfaldari með beinni tengingu við Power BI. "Við höfum lengi vel stuðst við Power BI sem greiningartól og handsmíðað töflur sem voru uppfærðar daglega og svo notaðar í skýinu. Í Business Central er það hinsvegar óþarfi þar sem Power BI og Business Central tala saman milliliðalaust."

3. Vaxandi rekstur

Sveigjanleiki Business Central kom best í ljós þegar ný verslun var opnuð í Kringlunni. Húrra Reykjavík sá alfarið sjálft um uppsetningu tölvukerfa og samþættingu við vefverslun. "Það fór svo gott sem ekki stakur tími í útselda vinnu."

Innleiðingin gekk vel og lauk á vormánuðum. Það var strax ljóst að Business Central hafði mikil áhrif á vefverslunina.

Björn Þorláksson

Verkefnastjóri Húrra Reykjavík

Framtíðin með Business Central frá Origo

Húrra Reykjavík stefnir á frekari innleiðingu sérlausna frá Origo til að nýta kerfið enn frekar. Björn er bjartsýnn á framtíðina. "Business Central hefur átt sinn þátt í þessum vaxtarfasa 2024 og mun halda áfram að gagnast okkur um ókomna tíð. Hlutirnir breytast hratt í kringum okkur og þó það sé orðið þreytandi að hlusta á fólk tala um gervigreind þá er það farið að hafa áhrif á hvernig unnið er í fjárhags- og birgðabókhaldi og það sér ekki fyrir endann á því. Ég er til í að veðja á Business Central þar."

Okkar markmið er alltaf að virkja viðskiptavini til að nýta kerfið eftir bestu getu og tryggja að það stuðli að árangri í rekstri þeirra. Það skiptir máli að byggja upp kunnáttu og sjálfstæði svo viðskiptavinir geti notað kerfið af öryggi.

S. Arnór Hreiðarsson

Ráðgjafi Business Central

Viltu vita meira?

Við getum hjálpað þér að ná árangri með Business Central

Guðjón Þór Mathiesen, forstöðumaður Business Central lausna