24/07/2024

Ert þú að greiða rétt laun? Fimm góð ráð sem stjórnendur geta tekið með inn í launasamtöl

Við höfum tekið saman góð ráð sem hjálpa stjórnendum að taka skynsamlegar og góðar launaákvarðanir fyrir sig og sitt starfsfólk.

Góðar og uppbyggilegar launaviðræður skipta sköpum til að laða að og halda hæfileikaríku fólki og koma í veg fyrir órökstuddan launamun. Á sama tíma og fyrirtæki vilja vera samkeppnishæf og bjóða starfsfólki sínu upp á góð og sanngjörn kjör þá þarf einnig að huga að mismunandi verðmæti starfa og fjárhag fyrirtækja.

Mörgum stjórnendum finnast launaviðræður óþægilegar og finnst þau skorta góðar upplýsingar til að takast vel til.

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman fimm ráð sem geta nýst stjórnendum í því völundarhúsi sem launasamtöl geta verið:

1. Vera með skýra launastefnu

Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að vera með skýra launastefnu. Launastefna er skipulögð og skýr áætlun varðandi það hvernig laun eru ákveðin og hvernig þau eru hækkuð. Þetta getur hjálpað stjórnendum að hafa skipulag á launum og tryggja jöfn réttindi og kjör milli starfsmanna í sambærilegum störfum. Með því að vera með launastefnu, geta stjórnendur sýnt fram á gagnsæi og jöfn réttindi. Þetta skapar aukið traust hjá starfsfólki og gagnast öllum aðilum í fyrirtækinu.

Starfsfólk OrigoStarfsfólk Origo

2. Sýna fagmennsku og gefa fólki tíma í undirbúning

Þegar stjórnendur takast á við launasamtöl er mikilvægt að sýna fagmennsku og undirbúa sig vel. Ekki er síður mikilvægt að gefa starfsfólki tíma í sinn undirbúning og leiðbeiningar um það hvernig þeim undirbúningi ætti að vera háttað. Með því að vera vel undirbúin er líklegra að launaviðræður verði uppbyggilegar og árangursríkar og að bæði stjórnendur og starfsfólk verði ánægt með útkomuna.

3. Leggja áherslu á traust og gagnsæi

Þegar stjórnendur takast á við launaviðræður er góð regla að leggja áherslu á traust og gagnsæi. Stjórnendur ættu að tala í einlægni um hvernig launastefna fyrirtækisins er og hvernig launahækkunum er háttað. Út frá því er auðveldara að færa samtalið yfir á einstaklinginn. Með því að hafa ferlið persónulegt er líklegra að starfsfólk sé ánægt með útkomuna og að launaviðræðurnar séu byggðar á trausti.

4. Passa upp á fólkið sem ekki bankar á dyrnar

Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að hækka bara þau í launum sem banka oftast á dyrnar. Það er því mikilvægt að skjala hjá sér þessi samtöl til þess að vita hvenær viðkomandi fékk hækkun síðast og hvenær beðið var um hana. Þau sem bera sig ekki eftir þessu eiga það til að gleymast þó svo að þau standi sig mjög vel í starfi. Þannig skapast hætta á að missa verðmætt starfsfólk út úr fyrirtækinu.

5. Vera með fersk markaðsgögn við höndina

Margir nýta launakannanir ólíkra félaga til að fá hugmynd um markaðslaun. Gögnin sem liggja fyrir eru mis áreiðanleg og geta verið fljót að úreldast.Til þess að taka góðar og upplýstar ákvarðanir um laun og dragast ekki aftur úr gefa fersk markaðsgögn mun áreiðanlegri upplýsingar um stöðuna eins og hún er í dag. Með því að kynna sér vel markaðslaun geta stjórnendur tekið skynsamlegar og réttar launaákvarðanir fyrir fólk og fyrirtæki. Þetta hjálpar einnig fyrirtækinu að halda góðu starfsfólki með því að tryggja að verið sé að greiða samkeppnishæf laun.

Rúna launavaktRúna launavakt

Hvernig getur Rúna launavakt aðstoðað þig í launasamtölum?

Rúna launvakt er snjöll lausn sem veitir fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar á markaði á aðgengilegan og skiljanlegan hátt. Gögnin sem Rúna veitir eru fersk og áreiðanleg og sýna stöðu þíns fyrirtækis miðað við markaðinn. Fyrirtæki geta þar af leiðandi tekið skynsamlegar og góðar launaákvarðanir fyrir sig og sitt starfsfólk. Með Rúnu launavakt færðu ný launagögn í hverjum mánuði sem er nauðsynlegt þar sem við búum við örar launabreytingar hér á landi.

Umbylting í aðgengi að launagögnum

Vilt þú vita meira um Rúnu launavakt?

Rúna launavakt er snjöll lausn sem færir þér nýjustu launaupplýsingar á markaði, á aðgengilegan og skiljanlegan hátt svo þú getir tekið réttar ákvarðanir fyrir þitt fyrirtæki og starfsfólk.

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt vita meira um Rúnu launavakt!