29/02/2024
Business Central greiningartólið Analysis mode - Einfalt að vinna með, auðvelt að deila

Business Central hefur gefið út viðbót sem heitir á ensku "Analysis mode" og er greiningarvirkni sem gefur notendum og stjórnendum kost á að pivot greina Business Central töflur út frá öllum línum, dálkum og gildum. Með því að vinna greiningarvinnu ofan á færslur í Business Central getur þú treyst því að þú sért að vinna ofan á eins nákvæm fjárhagsgögn og eru í boði hverju sinni.
Með pivot greiningu er hægt að búa til skýrslur með því að draga saman dálka, raðir og gildi. Hægt er að nota þetta til að taka hvaða töflu sem er í Business Central og búa til greiningarham út frá henni.

Reksturinn út frá ólíkum forsendum
Með greiningarvirkninni Analysis mode geta notendur greint allar töflur sem hafa þýðingu fyrir reksturinn, stórar sem smáar. Til dæmis er hægt að beita henni á viðskiptamannafærslur til að brjóta tekjur niður á tímabil, viðskiptamenn, viðskiptamannaflokka og hvað er útistandandi og gjaldfallið hverju sinni og hversu mikið á að geta innheimst fram í tímann. Sambærilega greiningu er einnig hægt að setja upp fyrir lánadrottnafærslur.
Analysis mode má einnig beita á:
Fjárhagsfærslur til að að brjóta hreyfingar rekstrar- og efnahagslykla niður á tímabil eins og mánuði eða ársfjórðunga, og setja í dálka eftir víddum.
Bankareikninga til að draga saman útborganir og innborganir fyrir tímabil, og greina þannig hreyfingar á mánuði á bankareikning.
VSK-færslur til að taka út VSK-ársupggjör, skoða innskatt og útskatt eftir vsk-flokkum niður á vsk-tímabil eða mánuð.
Birgðatöflur til að taka út afbrigði vara eftir staðsetningu, og veltuhraða á þessum vörum brotið niður á tímabil.

Einfalt að vinna með, auðvelt að deila
Með því að greina upplýsingar og vinna með reksturinn í einu og sama kerfinu sleppa notendur ekki bara við að færa upplýsingar á milli forrita með tilheyrandi handavinnu heldur geta fyrirtæki sérsniðið lausnina eftir sínum þörfum og vistað í kerfinu. Greiningarlausnin Analysis mode er þá til taks í fyrirtækjaumhverfi notandans til að vinna með framtíðarupplýsingar í rekstrinum.
Skýrslurnar sem notandinn býr til verða hluti af fyrirtækjaumhverfi hans í Business Central. Í framhaldinu er hægt að deila þeim áfram með hlekk, viðtakandinn getur í gegnum hlekkinn opnað skýrsluna í Business Central. Þetta útilokar að nokkuð færist til þegar upplýsingarnar eru sendar úr einni tölvu í aðra, skýrslan birtist nákvæmlega eins og hún var sett upp.