Öflugir samstarfsaðilar
Tengdu fólk og ferla sem aldrei fyrr
Við kynnum Microsoft Dynamics 365 Business Central
Búðu þig undir vöxt með alhliða viðskiptalausn sem hjálpar fyrirtækjum að tengja saman fjármál, sölu, þjónustu og rekstur til að auka skilvirkni viðskiptaferla, bæta samskipti við viðskiptavini og taka betri ákvarðanir.
Sameinaðu mörg kerfi í eitt tengt forrit – sem safnar viðskiptaferlunum þínum saman – og sparar tíma fyrir starfsmennina þína.
Með sameinaðri lausn færðu heildstætt yfirlit yfir fyrirtækið með innbyggðri gervigreind hvar og hvenær sem er.

Bókhaldskerfi og viðskiptalausn hvar sem er
Notað í skýi eða á starfsstöð
Business Central má nota þar sem þér hentar og veitir alltaf sömu notendaupplifun.
Engar tungumálahindranir
Business Central býður upp á 25 tungumálamöguleika.
Taktu viðskiptin með þér
Snjalltækjaútgáfan styður notkun bæði í á starfsstöð og í skýinu á Windows, Android, og iOS tækjum.
Geymsla og flutningur gagna í öllum kerfum
Verndaðu gögnin þín gegn óviðkomandi aðgangi með sjálfvirkri gagnaversdulkóðun Microsoft.
Fjármálastjórnun
Haltu utan um fjármálin
Taktu upplýstar ákvarðanir með samtengdum gögnum úr skýrslum, töflum og mælaborðum Microsoft Power BI yfir fjárhag, bókhald, innkaup og birgðir. Útfærsla sem spáir fyrir um drátt á greiðslum aðstoðar við að draga úr óinnheimtum viðskiptakröfum.
Skoðaðu töflur og skýrslur í rauntíma með innbyggðum skýrslum, Excel eða Power BI. Notaðu ótakmarkaðan fjölda flokka fyrir gögnin þín til að greina mynstur og þróun.
Flýttu fyrir fjárhagsuppgjöri og reikningsskilum með samþættu kerfi fyrir viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir. Gerðu ferlið hagkvæmara með samþykki innan verkferla og sjálfvirkri samþættingu Microsoft (e. Microsoft Power Automate).
Fylgstu með fjárhagsafkomu með sérsniðinni aðalbók (G/L) og skýrslugerð fyrir reikningsáætlanir. Leggðu mat á kostnaðar-, tekju-, eða hagnaðarskýrslur í rekstrarbókhaldskerfinu.

Aðfangastjórnun
Hagræddu aðfangakeðjunni
Spáðu fyrir um besta tíma til að fylla á birgðir með innbyggðri upplýsingaöflun. Notaðu spár fyrir sölu og væntanlega birgðaþurrð til að útbúa sjálfvirkar innkaupapantanir.
Fáðu heildsætt yfirlit yfir birgðastöðu og notaðu sömu eða mismunandi aðferðir við kostnaðarmat fyrir birgðaeiningar. Auðvelt er að færa einingar milli staða og stýra raunmagni með lotutalningu.
Vertu í samskiptum við birgja að eigin frumkvæði á hagkvæman hátt. Skráðu mögulega birgja, sendu fyrirspurnir og breyttu bestu tilboðum í pantanir. Stilltu nauðsynlega samþykkjendur til að tryggja samræmi við innri og ytri stefnur.
Notaðu ábendingar frá kerfinu til að fylla á birgðir, byggðar á raunverulegu og áætluðu framboði og eftirspurn.

Sölustjórnun
Flýttu söluferlinu
Forgangsraðaðu ábendingum eftir tekjumöguleikum. Fylgstu með samskiptum við viðskiptavini og fáðu leiðsögn um bestu tækifæri fyrir tekjuaukandi sölu, fylgisölu og endurnýjun gegnum allt söluferlið.
Hámarkaðu tekjur og sinntu þörfum viðskiptavina með sveigjanlegri verðlagningu og afsláttum fyrir einstaka viðskiptavini og viðskiptavinahópa.
Hafðu yfirsýn yfir samninga með ferlum fyrir sölupantanir og langtímasamninga um sölupantanir. Veittu viðskiptavinum upplýsingar með skjótum hætti um verð, afslætti, afhendingardag, framboð og stöðu pantana.
Sjáðu um vöruskil frá viðskiptavinum með stjórnun söluskilapantana, þ.á.m. kreditreikningum, viðgerðum eða skiptivörum.

Verkefnastjórnun
Skilaðu verkefnum á réttum tíma og undir fjárhagsáætlun
Stofnaðu, stýrðu og fylgstu með verkefnum tengdum viðskiptavinum með tímaskýrslum og ítarlegri möguleikum við kostnaðarmat og skýrslugerð. Útbúðu og breyttu fjárhagsáætlunum til að tryggja arðsemi verkefna.
Stjórnaðu magni aðfanga með skipulagningu á rými og sölu. Fylgstu með reikningum til viðskiptavina miðað við áætlaðan eða raunverulegan kostnað fyrir pantanir og uppgefin söluverð.
Taktu hagkvæmar ákvarðanir með rauntímainnsýn í stöðu verkefna, arðsemi og mælikvarða á notkun aðfanga.

Vöruhúsastjórnun
Stýrðu vöruhúsinu á skilvirkan hátt
Hagræddu í birgðageymslu með því að koma fyrir ílátum og svæðum í Business Central til að endurspegla skipulag vöruhússins, rekka og hillur.
Gerðu vörumóttöku og geymslu hagkvæmari með sniðmáti til að ákvarða bestu staðsetningu fyrir vörur miðað við gerð, stærð og rými.
Fáðu ábendingar um hvert megi flytja vörur til að hámarka rými og hagræða tínsluferlinu. Flýttu sendingum og dragðu úr núningi við dreifingu beint frá dreifingarstöð.
Notaðu rauntímagögn yfir svæði, ílát og magn fyrir hverja vöru til að bæta afgreiðslu á pöntunum viðskiptavina.
Kynntu þér nánar möguleika við vöruhúsastjórnun

Framleiðsla
Hámarkaðu framleiðsluna
Framleiddu innan takmarka birgða og rýmis. Fylgdu framleiðsluferlinu samkvæmt áætlun, jafnvel í kviku og flóknu umhverfi.
Tilgreindu lista yfir seljanlega vöru , hráefni, undireiningar eða aðföng sem lista yfir efnisföng sem fullunnin vara eða búnaður samanstendur af.
Notaðu íhlutapantanir til að fylla á birgðir á lager. Haltu utan um séróskir viðskiptavina með lista yfir efnisföng og notaðu hann beint úr söluverðslínu og pöntunarlínu í samsetningarpöntunarferlinu.
Notaðu framleiðslupantanir fyrir flóknari ferli. Skráðu notkun og framleiðslu, og haltu utan um marga efnisfangalista og leiðir. Samræmdu nýtanlegar leifar og frávik í neyslu og framleiðslu.

Þjónusta
Stattu við þjónustuloforðin
Fáðu víðtæka yfirsýn yfir þjónustuverkefni og vinnuálag til að úthluta verkpöntunum til starfsfólks. Fylgstu með þjónustusamningum til að veita viðskiptavinum áreiðanlega þjónustu.
Tryggðu hnökralaust ferli frá sölu til þjónustu vegna seldrar vöru með því að skrá afgreiddar vörur sjálfkrafa sem þjónustuliði. Geymdu nauðsynlegar upplýsingar á einum stað til að veita sem besta þjónustu.
Sinntu málum sem koma upp eftir sölu, hvort sem þau fela í sér skipti fyrir nýja vöru eða einfalda viðgerð.
Haltu utan um viðgerðarupplýsingar, þ.á.m. notaða þjónustuliði, varahluti og vinnuþóknun í einni þjónustupöntun. Efldu tryggð viðskiptavina með því að útvega þeim varabúnað meðan viðhald á búnaði þeirra stendur yfir.

Business Central
LS Business Central er fyrir
Verslunina
Betri yfirsýn.
Ávalt með réttu vörurnar í versluninni.
Aukin krosssala.
Forðast að vörur klárist af lager.
Forðast rýrnun og svik.
Verslunarkeðjuna
Heildaryfirlit yfir vörulagerinn í öllum verslunum.
Miðlæg stjórnun á öllum vörum, verði og afsláttum.
Aukin hagkvæmni í innkaupum.
Einfalt að mæla árangur hverrar verslunar.
Miðlæg stjórnun á söluherferðum, tilboðum og sértilboðum.
Forstjórann
Yfirsýn og full stjórn á rekstrinum.
Hafðu yfirsýn yfir alla virðiskeðjuna.
Tækifæri til að vaxa hraðar.
Stjórnaðu rekstrinum óháð stað og stund.
Tryggir aukna viðbragðsflýi.
Fjármálastjórann
Heildarmynd af rekstrinum, verslunum, körfustærð og fjárhagshreyfingum.
Full yfirsýn yfir allar hreyfingar frá kassa inn í fjárhag.
Lagerhald.
Söluskýrslur og tölfræði.
Lægri kostnaður í viðhald kerfa.