06/07/2022 • Anna Gréta Oddsdóttir

Elskar að hlaupa með Bose Sport Earbuds

Andrea Kolbeinsdóttir hljóp sig inn í hjörtu landsmanna þegar hún sigraði Laugaveginn á síðasta ári og sló brautarmet kvenna með tímanum 4:55:55. Þar með varð hún fyrsta konan til að hlaupa vegalengdina undir fimm klukkustundum.

Það verður spennandi að fylgjast með Andreu í sumar sem er orðin einn af okkar bestu utanvegahlaupurum þrátt fyrir ungan aldur. Andrea hleypur með Bose Sport Earbuds og lá þá vel við að forvitnast um hvað hún hlustar á þegar hún tekur hlaup.

Lífið snýst um að læra og hlaupa

Andrea er 23 ára læknisfræðinemi og hefur búið í Árbænum frá því að hún fjölskylda hennar fluttu heim frá Noregi 2004. „Eftir að ég útskrifaðist úr Verzló fór ég í eitt og hálft ár út til Kaliforníu á hlaupastyrk sem var frábær lífsreynsla. Núna var ég að klára annað árið mitt í læknisfræði en það hefur verið draumurinn minn síðan ég var lítil að verða læknir. Lífið snýst því að mestu um það að læra og hlaupa. Í frítímanum elska ég að gera nánast allt sem tengist útiveru og hreyfingu.“

Andrea sem byrjaði að hlaupa af alvöru í kringum 14 ára aldurinn segir það vera tennisþjálfara sínum að þakka. „Hún lét okkur keppa í 5 km götuhlaupi og sá einhvern hlaupara í mér og hafði samband við frjálsíþróttaþjálfara hjá ÍR. Eftir það lagði ég tennisspaðann á hilluna, reimaði á mig hlaupaskóna og það varð ekki aftur snúið.“

Andrea Kolbeinsdóttir með Bose Sport EarbudsAndrea Kolbeinsdóttir með Bose Sport Earbuds

Potter 2.0 í miklu uppáhaldi

Andrea hleypur með Bose Sport Earbuds og segist bæði hlusta á tónlist og á hlaðvörp.

"Ég elska að hlaupa með Bose Sport Earbuds því þau haldast vel í eyrunum og hljómgæðin eru góð." segir Andrea Kolbeinsdóttir hlaupari og bætir við: „Ég hlusta oft á tónlist þegar ég fer ein út að hlaupa. Þá er ég ekkert að flækja hlutina og leita bara að hlaupalögum á Spotify sem eru flest öll hin fínustu lög. Snorra Björns hlaðvarpið er líka í miklu uppáhaldi, þá sérstaklega þegar hann talar við íþróttafólk. Ég er hins vegar aldrei með heyrnartól á meðan ég keppi en oft á meðan ég geri mig til eða í upphitun. Síðasti árið hefur Potter 2.0 lagið verið í miklu uppáhaldi til að koma mér í keppnisgírinn.“

 Andrea byrjaði sem brautarhlaupari og stefndi á maraþon en núna eiga utanvegahlaup hug hennar allan. „Draumurinn er að keppa í UTMB sem er eitt stærsta utanvegahlaup í heimi og er haldið í Chamonix í Frakklandi. Eins og er, eru utanvegahlaup ekki grein á Ólympíuleikunum en það á vonandi eftir að breytast. Annars er aldrei að vita hvort ég einblíni á maraþonið eftir nokkur ár og sjái hvort maður eigi möguleika á að ná Ólympíulágmarki.“ 

Bose Sport Earbuds henta einstaklega vel fyrir alla hreyfingu og útivistBose Sport Earbuds henta einstaklega vel fyrir alla hreyfingu og útivist

Engum líður verr eftir hlaup

Það eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá hvað Andrea gerir þegar hún hleypur Laugaveginn þann 16. júlí enda sló hún rækilega í gegn í síðasta Laugavegshlaupi. „Stærsta hlaupið í sumar er klárlega Laugavegurinn. Síðan er ég að fara að keppa í 50 km fjallahlaupi í Sviss í september sem ég er mjög spennt fyrir. Það verður fyrsta utanvegahlaupið mitt erlendis. Stærsta hlaup ársins verður síðan Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer í Tælandi í Nóvember, þar ætla ég að vera í mínu besta formi. Við erum tíu Íslendingar að fara, helmingurinn keppir í 40 km og hinir í 80 km.“ 

Andrea hvetur alla til að reima á sig hlaupaskóna enda sé magnað hvað það færir mikla vellíðan. „Suma daga nennir maður alls ekki út að hlaupa, er kannski þreyttur eða illa upplagður. Þá setur maður bara góða tónlist í eyrun og drífur sig út. Ég bíð ennþá eftir því að hitta einhvern sem sá eftir því að fara út að hlaupa eða líður verr eftir hlaup heldur en fyrir það,“ segir Andrea að lokum.

https://images.prismic.io/new-origo/60560f82-d08b-4f50-b430-b3c30cbd8623_annagreta.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Anna Gréta Oddsdóttir

Sérfræðingur í markaðsmálum

Deila bloggi