15/06/2022 • Anna Gréta Oddsdóttir

Hlaupin auðveldari með Bose Sport Earbuds

Arnar Pétursson er einn fremsti hlaupari okkar Íslendinga og hefur árangur hans vakið verðskuldaða athygli. Arnar hleypur að sjálfsögðu með Bose Sport Earbuds og lá því vel við að forvitnast hvað hann hlustar á þegar hann hleypur.

Aðspurður segist Arnar oft hlusta á tónlist þegar hann tekur æfingar og þá sérstaklega í rólega skokkinu. „Ég reyni þá að hafa lögin frekar róleg en taktföst svo að ég hlaupi ábyggilega nægilega hægt. Það kemur fyrir að ég hafi aðra tónlist á gæðaæfingum en þá blanda ég inn aðeins peppaðri lögum svo ég fái auka innspýtingu þegar þau koma. Nokkur af uppáhaldslögunum mínum eru til dæmis Older með Doctor Victor og Rúrik, Adiemus með Enya, Better Together með Jack Johnson og Fyrirfram með bróður hans Jóni Jónssyni, svo mætti alveg bæta við Vogur með Birni. Ég er með playlista sem ég hef notað í mörg ár og lög fá eingöngu inngöngu á hann ef ég tel mig geta hlustað á lögin endalaust án þess að fá leið á þeim.“ 

Arnar Pétursson með Bose Sport EarbudsArnar Pétursson með Bose Sport Earbuds

Ég nota Bose Sport Earbuds af því að þá verða æfingarnar auðveldari og skemmtilegri. Þau eru með frábæran hljóm í öllum aðstæðum og haldast föst sama hversu hægt eða hratt ég hleyp.

Arnar Pétursson

þrautreyndur hlaupari og hlaupaþjálfari

Hlaðvörp njóta vaxandi vinsælda og þar tróna félagarnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson á toppnum hjá Arnari. „Ég hlusta alltaf á Tvíhöfða en svo hef ég gaman af Snorra Björns og Begga Ólafs, sérstaklega eftir að þeir byrjuðu að hlaupa af svona miklum krafti. Maður heyrir það í röddinni þeirra. Annars hlusta ég mikið á hljóðbækur en það eru aðallega fræðibækur um hitt og þetta.“

Bose Sport Earbuds heyrnartólinBose Sport Earbuds heyrnartólin

Þegar kemur að keppnishlaupum þá segir Arnar að því miður er ekki leyfilegt að vera með tónlist í eyrunum á stóru mótunum en í minni keppnum hefur hann stolist til að vera með tónlist með sér. „Það getur gefið manni aukakraft þegar nennan er ekki alveg til staðar. En í stærri keppnum vil ég hafa einbeitinguna algjörlega á hlaupinu og líkamanum svo ég sé meðvitaður um hvenær ég eigi að taka inn næringu, auka hraðann eða hvernig ég er að beita mér,“ segir Arnar að lokum.

https://images.prismic.io/new-origo/60560f82-d08b-4f50-b430-b3c30cbd8623_annagreta.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Anna Gréta Oddsdóttir

Sérfræðingur í markaðsmálum

Deila bloggi