06/03/2023 • Hrönn Veronika Runólfsdóttir

HubSpot er vænlegur kostur þegar innleiða skal CRM kerfi

HubSpot auðveldar sölufólki að hafa yfirsýn yfir upplýsingar, styttir söluferilinn, bætir lengri tíma viðskiptasambönd, og stuðlar að fjölgun viðskiptavina.

Afgreiðslukerfi Rent A Pos

CRM kerfi eru nauðsynleg fyrirtækjum sem vilja skara fram úr í allri þjónustu við viðskiptavini sína. Mögulega ertu búinn að sjá að fyrirtækið þitt gæti náð meiri hagkvæmni og vexti með því að innleiða CRM kerfi.

CRM kerfi á borð við HubSpot auðvelda sölufólki að hafa yfirsýn yfir upplýsingar og auðvelda utanumhald um viðskiptavini með því að geyma öll samskipti á borð við netspjöll, símtöl, tölvupósta og fleira á sama stað. Þau geta einnig hjálpað notendum að stytta söluferilinn, bæta lengri tíma viðskiptasambönd, og stuðla að fjölgun viðskiptavina.

Heildarsýn yfir viðskiptavininn

Í HubSpot er markmiðið að ná heildarsýn yfir viðskiptavininn til að þjónusta hann sem best á sem auðveldastan máta. Þessu markmiði er meðal annars náð með að safna upplýsingum á öllum snertiflötum sem verða til í samskiptum við hann.

Meira virði og betri samskipti

Þekkingin sem verður til auðveldar starfsfólki að búa til þá vöru og þjónustu sem skapar viðskiptavininum virði, sem og að bæta samskipti við hann. Að hafa öll samskipti við viðskiptavininn á einum stað og auðveldar líka samvinnu teyma og eykur gagnsæi.

HubSpot býður upp á fjölmörg verkfæri til að aðstoða fyrirtæki að straumlínulaga samskipti við viðskiptavini. Hvort sem um er að ræða lítið eða stórt fyrirtæki þá getur HubSpot hjálpað til við að byggja upp betra samband við viðskiptavinina og ýtt undir vöxt fyrirtækisins.

Hér eru nokkra ástæður fyrir því að velja HubSpot CRM:

#1 Samspil mismunandi kerfa

Það er mikilvægt að öll kerfin í fyrirtækinu þínu tali saman og gögn flæði á milli kerfa. Það auðveldar dagleg störf starfsfólks og eykur framleiðni. Á markaðstorgi HubSpot er hægt að finna fjöldan allan af smáforritum til að tengja HubSpot við lausnirnar sem fyrirtækið þitt notar. Dæmi um vinsæl smáforrit eru Gmail, Google, Outlook, WordPress, Facebook, Business Central, Magento og Slack. Að eiga auðvelt með að samþætta HubSpot við önnur kerfi hjálpar þér að stýra gögnum um viðskiptavini þína á einn stað, sjálfvirknivæða ferla og bæta upplifun viðskiptavinarins.

#2 Notendavænt viðmót

Það þarf enga sérstaka tækniþekkingu til að nota HubSpot. Notendaviðmótið er einfalt, aðgengilegt og auðvelt að sníða að þínum þörfum.

#3 Sjálfvirkni í markaðssetningu

Verkfærin sem tilheyra HubSpot Marketing Hub eru hönnuð til að hjálpa þér að ná til þíns markhóps með persónulegum skilaboðum. Með HubSpot er auðvelt að hlú að viðskiptatækifærum og stjórna herferðum sem skila árangri, allt frá markpóstaherferðum til herferða á samfélagsmiðlum.

#4 Þjónusta við viðskiptavini

Í HubSpot Service Hub eru lausnir til að hjálpa þér að svara og sinna viðskiptavinum fljótt og vel. Með viðskiptavinagátt, þjónustubeiðnum, þekkingagrunni og netspjalli getur þú veitt bestu mögulegu þjónustuna. Auk þess er hægt að senda út ánægjukannanir beint í gegnum kerfið.

#5 Greining gagna

Flestar upplýsingar sem fara inn í HubSpot verða að tölfræði sem hægt er að vinna með. Þar eru einnig greiningartól sem hjálpa þér að fylgjast með árangri herferða og taka gagnadrifnar ákvarðanir. Allt frá því að geta rekið og fylgst með tækifærum í sölupípunni til vefsíðugreiningar. Þú getur séð nákvæmlega hvernig viðskiptavinir eiga í samskiptum við fyrirtækið þitt, hvað virkar og hvað ekki.

HubSpot CRM er samsett úr fimm mismunandi einingumHubSpot CRM er samsett úr fimm mismunandi einingum

Vöxtur í takt og betri tengsl

Það er mikilvægt að gera ítarlega þarfagreiningu áður en ráðist er í að velja CRM kerfi fyrir fyrirtækið þitt. HubSpot er samsett úr 5 einingum: Markaðs-, sölu-, þjónustu-, rekstrar- og vefumsjónareiningum. Það er hægt að hafa áskrift að stökum einingum, nokkrum einingum eða öllum. Auk þess býður lausnin upp á Starter, Professional eða Enterprise áskrif. Þú velur þér þær einingar og áskriftir sem henta þörfum þíns fyrirtækis.

HubSpot er öflugur CRM hugbúnaður sem getur hjálpað þér að bæta tengsl þín við viðskiptavini og aukið viðskipti við fyrirtækið þitt. Áskrift að HubSpot geturðu aðlagað að þörfum þíns fyrirtækis, það er því fullkomið val fyrir allar stærðir fyrirtækja.

Kíktu á heimasíðu HubSpot eða heyrðu í okkur ef þú vilt kynna þér kerfið enn frekar.

Dökkhærð kona í köflóttum jakka og gallabuxum

Ráðgjöf

Heyrðu í okkur

https://images.prismic.io/new-origo/ab8fa9a6-4055-41bd-b31c-5fdc81da3ee0_Hr%C3%B6nn+l%C3%ADtil+mynd.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Hrönn Veronika Runólfsdóttir

Digital Customer Success Manager

Deila bloggi