20/02/2023 • Hrönn Veronika Runólfsdóttir
Hvað getur CRM gert fyrir þitt fyrirtæki?
CRM kerfi auðveldar sölufólki að hafa yfirsýn yfir upplýsingar og utanumhald um viðskiptavini.

Ef fyrirtækið þitt er söludrifið og með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi, þá ættir þú að íhuga að innleiða CRM kerfi, ef það er ekki þegar í notkun. CRM kerfi auðveldar sölufólki að hafa yfirsýn yfir upplýsingar og utanumhald um viðskiptavini með því að geyma öll samskipti á borð við netspjöll, símtöl, tölvupósta og fleira á sama stað. Markmiðið er að ná 360° sýn á viðskiptavininn í gegnum allt ferðalag hans. CRM kerfi geta einnig hjálpað notendum að stytta söluferilinn, bæta lengri tíma viðskiptasambönd, og stuðla að fjölgun viðskiptavina.
Fjölgun viðskiptavina og styttri söluferill
CRM kerfi eiga það öll sameiginlegt að hafa fyrirtækja- og tengiliðaspjöld í grunnvirkni. Mörg innihalda einnig markaðs- og sölutól til að stýra og halda utan um herferðir. CRM getur hjálpað markaðsdeildinni að afla sölutækifæra og söludeildinni að halda utan um þau. Sum CRM kerfi eru einnig með stuðning við þjónustu svo sem þjónustukannanir og þjónustugátt.
Segja má að helstu markmiðin með því að nota CRM kerfi séu að fjölga viðskiptavinum, stytta söluferilinn og styðja við heilbrigt viðskiptavinasamband til lengri tíma.
Mikilvægur hluti af söluferli afburða sölufólks
Í könnun frá árinu 2022 var sölufólk var spurt hvers vegna það notaði CRM og hvar það nýttist þeim best. Niðurstöður sýndu að sölufólk sem náði sölumarkmiðum og stóð sig vel var líklegra til að segja að CRM væri mjög mikilvægur hluti af söluferlinu.
Hér má sjá helstu niðurstöður hverja sölufólk taldi helstu kostir þess að nota CRM:
Áreiðanlegri skýrslugerð
Mælaborð sem sýna gögn sjónrænt
Skilvirkni í sendingu skilaboða með sjálfvirkni
Meiri frumkvæði og fyrirbyggjandi aðgerðir í þjónustu
Meiri skilvirkni með sjálfvirkum ferlum
Betri og meiri samvinna á milli teyma
Ef eitthvað af eftirfarandi á við teymið þitt eða fyrirtækið, þá gæti það bent til þess að það vanti CRM kerfi:
#1 Teymið þitt vinnur í mörgum kerfum
Til að sinna daglegu starfi þá þarf teymið þitt að vinna í mörgum mismunandi kerfum. Upplýsingar um viðskiptavini þína eru eru í nokkrum kerfum eða skrám sem þýðir hvert teymi nýtir aðeins hluta gagnanna og giskar í eyðurnar þegar upplýsingar vantar. Það kemur oftar en ekki fyrir að teymin nota ófullnægjandi og stundum úreltar upplýsingar. Starfsfólk er óánægt enda ekki hægt að treysta á kerfin og þarf að handfæra upplýsingar á milli kerfa.
#2 Markaðs-, sölu- og þjónustuteymin vinna ekki saman
Þegar notuð eru mörg og jafnvel ólík kerfi á milli deilda er hætta á að teymi verði illa samstillt. Það getur haft gríðarleg áhrif á ánægju viðskiptavinarins og rof verður í ferðalagi hans á milli mismunandi stiga. Hann sem dæmi hringir inn og þarf að endurtaka erindi sitt margoft, en enginn kannast við málið frá fyrri samtölum. Ef teymi vinna ekki vel saman og upplýsingar flæða ekki á milli teyma er hætt við að viðskiptavinurinn gefist upp og leiti annað.
Slæm samvinna teyma hefur ekki einungis áhrif á ánægju viðskiptavinarins, ef markaðs-, sölu-, og þjónustuteymi vinna hvert í sínu kerfi hafa þau lélega sýn á markmið og starfsemi hvers annars. Að deila upplýsingum og efla samvinnu eykur framleiðni, hagkvæmni og ánægju bæði starfsfólks og viðskiptavina.
#3 Skýrslugerð er tímafrek og handvirk
Búa teymin til fjölda innri skýrslna og nota handvirka ferla á borð við töflureikna eða gömul skráningarkerfi til að halda utan um upplýsingar um viðskiptavini? Það þýðir að mikið af tíma starfsfólksins fer í tafsama vinnu sem eykur hættuna á mannlegum mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að mikilvægar upplýsingar um starfsemina tapist.
#4 Eyður eða ósamræmi í skýrslum
Skýrslur veita nákvæma yfirsýn yfir það hvernig sölu-, markaðs- og þjónustuteymi fyrirtækisins standa sig. Þær hjálpa þér að þróa eða bæta herferðir, hámarka söluferla, styrkja viðskiptatengsl og bæta þjónustu. Ef skýrslurnar eru ófullnægjandi eða ekki í takt við markmið og KPI, eru þær ekki virðisaukandi, þær eru ekki að hjálpa þér, fyrirtækinu þínu eða viðskiptavinum þínum.
Veldu CRM kerfi sem hentar þörfum þíns fyrirtækis
Það er fjöldinn allur af CRM kerfum á markaðnum og það getur auðveldlega vaxið í augum að ráðast í það ferli að finna CRM kerfi sem mætir þörfum fyrirtækis þíns. Þú þarft að fara í gegnum ítarlega þarfagreiningu til að finna lausn sem hentar þörfum þíns fyrirtækis nú og til framtíðar. Eitt af vinsælustu CRM kerfunum í dag er HubSpot. HubSpot er öflugur CRM hugbúnaður sem getur hjálpað þér að bæta tengsl þín við viðskiptavini og aukið viðskipti við fyrirtækið þitt. Áskrift að HubSpot getur þú aðlagað að þínum þörfum, það er því fullkomið val fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Endilega skoðaðu heimasíðu HubSpot CRM og kynntu þér kerfið eða heyrðu í okkar fyrir frekari upplýsingar.

Ráðgjöf
Heyrðu í okkur

Höfundur bloggs
Hrönn Veronika Runólfsdóttir
Digital Customer Success Manager
Deila bloggi