13/03/2023 • Snorri Guðmundsson
Hvað er innvær markaðssetning og hvernig gagnast hún þér?

Markaðsmálin eru síbreytileg og því nauðsynlegt að vera á tánum varðandi nýjustu strauma og stefnur í bransanum. Ein vinsælasta aðferðafræðin í dag í markaðssetningu er það sem kallast innvær markaðssetning, eða inbound marketing.
Sviftingar í markaðsumhverfinu
Í umhverfi okkar má alls staðar finna auglýsingar, duldar og óduldar. Með tímanum verða neytendur samofnir þessu sífellda áreiti, sem hefur meðal annars orðið til þess að fjöldamarkaðssetningar eru ekki jafn árangursríkar og áður var. Þetta hefur leitt til þróunar á innværi markaðssetningu (inbound marketing) sem er notuð í sívaxandi mæli af fyrirtækjum til að mæta breyttum aðstæðum á auglýsingamarkaði. Þetta er viðskiptavinamiðuð nálgun þar sem markaðsaðgerðir miða að því að ná athygli viðskiptavina með virðisaukandi efni og upplifun sem hentar þörfum þeirra.
Snýst um að vera til staðar
Markmið innværar markaðssetningar er að gera hugsanlegan viðskiptavin að langtímaviðskiptavini með því að hjálpa honum að ná sínum markmiðum. Þetta snýst í grunnin um að vera til staðar þegar viðskiptavinur leitar eftir vöru eða þjónustu, veita upplýsingar, og þar með öðlast smám saman traust hans. Dæmi um þetta er efni í bloggi eða upplýsingar á vefsíðu.
Hér spilar leitarvélarbestun stórt hlutverk, að nota réttu leitarorðin og orðasamböndin svo viðskiptavinurinn finni það sem hann er að leita að, sem og samfélagsmiðlar til að tengjast honum frekar. Þegar heimsóknir á heimasíðuna eru farnar að aukast er næsta skref að tengjast áhugasömum aðilum sem þangað rata.
360° sýn á viðskiptavininn
Með tóli eins og HubSpot þá er hægt að halda utan um alla inværa markaðssetningu á einum stað svo sem blogg, fréttabréf, póstlista og auglýsingar á samfélagsmiðlum. Auk þess er hægt að tengja saman markaðsmál, sölu og þjónustu og þannig öðlast 360° sýn á viðskiptavininn í gegnum allt ferðalag hans. Þegar við þekkjum viðskiptavininn vel, þá er auðveldara að búa til efni sem gefur honum virði.
Ótal hjálpartæki í boði með HubSpot
Í HubSpot eru ótal verkfæri sem hjálpa notendum við alla þessa hluti og fleiri. Auk þess þá er hægt að sérsníða og sjálfvirknivæða skilaboð að þörfum hvers og eins tilvonandi eða núverandi viðskiptavinar. Ef þitt fyrirtæki er ekki búið að tileinka sér inværa markaðssetningu, þá er tækifærið klárlega núna.
Kíktu á heimasíðu HubSpot eða heyrðu í okkur ef þú vilt kynna þér kerfið enn frekar.

Ráðgjöf
Heyrðu í okkur

Höfundur bloggs
Snorri Guðmundsson
CRM Consultant
Deila bloggi