27/02/2023 • Snorri Guðmundsson
HubSpot er rétta verkfærið fyrir innværa markaðssetningu

Fyrirtæki eru síauknum mæli að tileinka sér það sem kallast innvær markaðssetning á íslensku eða inbound marketing. Við viljum nálgast viðskiptavinninn með efni, auglýsingum, þjónustu og vörum sem hentar þörfum hans og gefa honum virði.
Hugmyndafræðin frá stofnanda HubSpot
Hugmyndafræði innværar markaðssetningar hefur verið eignuð stofnenda og forstjóra HubSpot, Brian Halligan. Hugtakið innvær markaðssetning má rekja allt til ársins 2005 en það var ekki fyrr en í kringum 2012 sem aðferðafræðin byrjaði að vaxa í notkun að einhverju marki.
HubSpot er skýjalausn og byrjaði sem lausn fyrir markaðsfólk en óx fljótt fiskur um hrygg og er í dag leiðandi CRM lausn. Með HubSpot hefurðu verkfæri til að tengjast mögulegum og núverandi viðskiptavinum og byggja upp langtíma viðskiptasamband.
Ótal hjálpartæki í boði með HubSpot
Í HubSpot eru ótal verkfæri sem hjálpa notendum við efnissköpun, markaðssetningu á samfélagsmiðlum, lendingarsíður, póstlista, fréttabréf og önnur áköll til aðgerða (CTA). Skýrslur sem verða til í HubSpot gefa svo vísbendingar um hverjir heimsækja vefinn og hvaða efni höfðar til þeirra.
Tækifærum snúið í sölu
HubSpot CRM er ekki aðeins ætlað til að ná til viðskiptavina. Þar er hægt að hafa góða yfirsýn yfir öll samskipti við þá, halda utan um sölutækifæri og forgangsraða þeim. Auk þess býður HubSpot upp á að sjálfvirknivæða ýmiskonar aðgerðir til að einfalda og flýta fyrir svörun og sölu.
Innvær markaðssetning er gríðarlega áhrifarík aðferð til að laða til sín viðskiptavini og snúa tækifærum í sölu. Með því að nota HubSpot er hægt að draga að meiri umferð, tengjast viðskiptavinum með virðisaukandi efni og auðvitað snúa áhugasömum aðilum í raunverulega viðskiptavini.

Ein lausn fyrir allar stærðir
HubSpot CRM er einföld og öflug lausn fyrir allar stærðir fyrirtækja. Ef að þið eruð ekki að styðjast við innværa markaðfærslu og HubSpot í dag, þá er ekki eftir neinu að bíða. Tíminn er núna!
Kynntu þér kosti HubSpot inn á heimasíðu kerfisins eða heyrðu í okkur.

Ráðgjöf
Heyrðu í okkur

Höfundur bloggs
Snorri Guðmundsson
CRM Consultant
Deila bloggi