10/01/2025 • Linda Dögg Guðmundsdóttir

Þetta þarf að hafa í huga áður en Microsoft 365 Copilot er tekið í notkun.

Copilot skapar mörg tækifæri sem geta einfaldað margvísleg verkefni í daglegum störfum en mikilvægt er að huga sérstaklega að gagnaöryggi og aðgangsstýringum.

Einfaldar margvísleg verkefni í starfi

Microsoft 365 Copilot er nýjasta viðbótin við Microsoft 365 svítuna. Copilot skapar án efa mörg tækifæri sem geta einfaldað margvísleg verkefni í daglegu starfi, gjörbreytt því hvernig vafrað er um netið og leitað að gögnum ásamt því hvernig skrifstofulausnir Microsoft eru notaðar. Copilot hjálpar þar að auki til við að:

  • Vinna með töluleg gögn í Excel, leggur til viðeigandi formúlur og auðveldar greiningu gagna með því að búa til töflur og línurit.  

  • Einfalda langar kynningar í PowerPoint með því að bjóða upp á tillögur að skipulagi, texta og hönnun. 

  • Stjórna tölvupóstinum þínum, skipuleggja fundi og svara skilaboðum.  

  • Búa til dagskrá fyrir Teams fundi, setja fram kosti og galla umræðuefnisins og leggja til næstu skref. 

Myndin er gerð af Microsoft gervigreindMyndin er gerð af Microsoft gervigreind

Hvernig er best að haga undirbúningi?

Þrátt fyrir hina fjölmörgu kosti Copilot þarf að hafa í huga áskoranir sem kunna að verða á vegi fyrirtækja sem hyggja á innleiðingu, eins og til dæmis í því hvernig haga skuli gagnaöryggi og aðgangsstýringum.  Linda Dögg öryggissérfræðingur og lausnaarkitekt hjá Origo tók saman gagnlegar upplýsingar sem vert er að hafa í huga áður en Copilot er tekið í notkun:

Öryggi og aðgangsstýring

  • Microsoft 365 Copilot notar gervigreind til þess að skanna og greina gögn í umhverfi notenda til þess að meðal annars bæta upplifun, svara nákvæmar og skilja betur hvað notandinn vill. Þó að Copilot birti engar upplýsingar sem að notandinn hefur ekki nú þegar aðgang að, þá mælir Linda eindregið með því að fara yfir núverandi aðgangstýringar og kynna ykkur Microsoft Purview sem gagnlegt er að nota til að merkja viðkvæm gögn og tryggja þannig aukið öryggi.

Hópur lykilnotenda fyrir prófanir

  • Byrjið á minni hóp, til þess að prufa lausnina, tryggið virkni aðgangsstýringar með því að láta reyna á leitina og koma þannig í veg fyrir gagnaleka. Microsoft sérfræðingar Origo bjóða upp á að framkvæma og fara með viðskiptavini í gervigreindar öryggisvegferð. Veitum bæði tæknilega ráðgjöf og vinnustofur sem snúa að gagnaöryggi, greiningu á ykkar umhverfi og hvar forgangröðun verkefna ætti að liggja.  

Hvað þarf að varast? Tryggðu fræðslu

  • Gervigreind er öflugt tól sem getur bætt líf okkar á margvíslegan hátt  En með þessari tækni kemur einnig þörfin fyrir að notendur skilji hvernig hún virkar og hvernig á að nota hana á öruggan og árangursríkan hátt. Með því að veita fræðslu fyrir starfsmenn fá notendur betri skilningi á gervigreind og geta forðast hugsanlegar hættur og misnotkun. 

Kynntu þér Copilot og möguleikana

  • Þið eruð komin með Copilot leyfi, en hvað svo? Innan hálftíma frá því að leyfið er virkjað byrjar Copilot að birtast í vefútgáfunni af Microsoft lausnunum þínum. Þetta tekur smá tíma og er mælt með að bíða í nokkra klukkutíma áður en snjallforritin eru endurræst. Á meðan getið þið lesið ykkur til og fengið hugmyndir um hvað sé hægt að gera með þessu frábæra tóli

Ef ykkur vantar frekari ráðgjöf varðandi innleiðingu á Copilot þá eru Microsoft sérfræðingar Origo þér til stuðnings.

Tengdar lausnir

Hvernig getur Copilot hjálpað þínu fyrirtæki að ná meiri árangri?

Microsoft sérfræðingar Origo veita ráðgjöf varðandi innleiðingu á Copilot 

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni
https://images.prismic.io/new-origo/d145149b-f6fd-4431-802c-5599c06470b8_Linda_dogg.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Linda Dögg Guðmundsdóttir

Microsoft cybersecurity architect

Deila bloggi