24/10/2025 • Sigfinnur Valur Viggósson

Hvernig fyrirtæki geta aukið rekstraröryggi með markvissri endurheimtaráætlun 

Rekstraröryggi upplýsingakerfa er alvöru mál. Fyrirtæki verja 75–85% af fjármagni til upplýsingatækni í að tryggja samfelldan rekstur og uppitíma kerfa. Án skýrra viðmiða um uppitímakröfur og endurheimtartíma er hættan sú að fjárfestingar verði ómarkvissar og dýrar. 

Netárásir og gagnagíslatökur eru stöðugt að aukast. Í fyrra tilkynntu átta íslensk fyrirtæki um gagnagíslatöku og yfir 4.100 tilkynningar komu á borð CERT-IS. Meðalkostnaður við gagnaleka er um 600 milljónir króna. Fyrirtæki sem starfa á Íslandi þurfa einnig að huga að séríslenskum áhættum – eins og tengingu landsins við umheiminn. 

Fyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi þurfa að tryggja stöðugan rekstur þrátt fyrir flókna innviði og dreifða starfsemi. Stjórnendur sem skilja mikilvægi endurheimtaráætlunar geta aukið uppitíma og dregið úr áhættu. 

Kerfisbundin nálgun – sniðin að þörfum viðskiptavina 

Þegar við komum að verkefnum sem varða rekstraröryggi upplýsingakerfa vinnum við eftir skýrri aðferðafræði sem byggir á greiningu, forgangsröðun og nánu samstarfi við viðskiptavininn. Origo vinnur með viðskiptavinum að því að:

  • Skilgreina kröfur um uppitíma 

  • Greina núverandi stöðu 

  • Útfæra lausnir sem tryggja endurheimt innan samþykktra tímamarka 

Lausnin getur byggt á heitri, volgri eða kaldri staðsetningu – markmiðið er að aðlaga lausnir að rekstri og kröfum hvers og eins. 

Útfærslur: 

  • Heit staðsetning: Kerfi að fullu virk í tveimur eða fleiri gagnaverum 

  • Volg staðsetning: Kerfi að fullu virk í einu gagnaveri, að hluta til virk í öðru 

  • Köld staðsetning: Kerfi virk í einu gagnaveri, afrit í öðru, prófuð endurheimtaráætlun til staðar 

Skýr viðmið – lykillinn að markvissum fjárfestingum 

Sameiginlegur skilningur á áhrifum niðritíma býr til samtalsgrunn fyrir endurheimtaráætlun sem síðan leggur grunn að markvissari fjárfestingum. Reglulegar prófanir kalla á stöðuga endurskoðun, auka traust og hugarró haghafa. 

Endurheimtaráætlun – lifandi skjal sem tryggir fumlaus viðbrögð 

Leikbókin (e. DRP playbook) lýsir nákvæmlega hvernig kerfin eru endurreist þegar óvænt atvik verða. Hún skilgreinir hlutverk, ábyrgð og verkþætti – og er prófuð reglulega til að tryggja virkni í raunverulegum aðstæðum. Þetta skapar traust og fyrirsjáanleika. 

Þegar áföll verða er mikilvægt að starfsfólk geti gripið til endurheimtaráætlunar. Fumlaus viðbrögð lækka spennustig, lágmarka mistök og stytta endurheimtartíma. Prófuð endurheimtaráætlun með þekktum tímaramma dregur úr óvissu og  eykur traust. 

Ráðgjöf

Viltu vita meira?

Tryggðu rekstraröryggi, hámarks upptíma og fumlaus viðbrögð við uppákomum

Bóka ráðgjöf

Viltu tryggja rekstraröryggi og auka fyrirsjáanleika? 

Hafðu samband við Origo í dag. Við vinnum með þér að greiningu, skilgreiningu og útfærslu endurheimtaráætlana sem standast raunverulegar aðstæður. 

https://images.prismic.io/new-origo/aPZLTrpReVYa3e1y_SigfinnurValur.jpg?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Sigfinnur Valur Viggósson

Forstöðumaður ráðgjafar

Deila bloggi