11/05/2022 • Ólafur Ingþórsson
Hvernig nær þinn rekstur árangri með skýjalausnum?
Skýjateymið okkar hjá Origo hefur farið þá leið að útbúa ramma eða skýjaumgjörð (e. cloud framework) sem byggir á þekktum aðferðum við skýjavegferð reksturs - bæði hjá opnum skýjum Microsoft Azure og Amazon Web Services (AWS).

Öruggt og áreiðanlegt ský
Stöðugt bætist í hóp þeirra fyrirtækja sem nýta sér kosti og tækifæri skýjalausna og rekstur innviða í skýjunum. Í flestum tilfellum hefst skýjavegferðavæðing þeirra á tilflutningi tölvuinnviða úr eigin búnaði og yfir í opin ský. Viðurkenndar opnar skýjalausnir á borð við Azure frá Microsoft og AWS (Amazon Web Services) henta fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Kostir skýjalausna
Betri nýting innviða
Kostnaður sem miðast við þarfir og raunverulega notkun
Hraðari uppsetning og innleiðingar
Enn betra öryggi og áreiðanleiki
Fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem reka sértæk kerfi og hýsa viðkvæm gögn í skýinu gera kröfu um að öll öryggismál séu eins góð og nokkur kostur er. Það kemur mörgum á óvart en öryggismál er einn helsti styrkleiki skýjalausna. Öryggi er í raun miðjan í öllu lausnaframboði og nýtingu þess.
Betri ský með skýjaumgjörð
Skýjateymið okkar hefur útbúið skýjaumgjörð til að auðvelda þínu fyrirtæki til muna vegferðina yfir í skýin. Við byggjum á skýjalausnaþjónustu Microsoft Azure og AWS (Amazon Web Services).
Skýjaumgjörðin okkar kemur tilbúin með allar helstu öryggis- og aðgangsreglur skýjaumhverfanna. Skýjaumgjörðin hefur flýtt innleiðingu fyrir mörg fyrirtæki og leitt þau áfram í skýjavegferð sinni. Skýjaumgjörðin er mjög sveigjanleg þar sem hún er alfarið byggð á kóða sem auðvelt er að aðlaga að mismunandi þörfum.

Markmið okkar er að allar skýjalausnir sem fyrirtækið þitt kemur að, séu til þess fallnar að hámarka rekstrarhagkvæmni, straumlínulaga kostnað og auka öryggi hjá þínu fyrirtæki.
Hvaða skref þarf að taka
Þrátt fyrir margvíslega kosti skýjalausna krefst góð nýting þeirra sérþekkingar. Skýjateymið okkar vinnur samkvæmt ákveðinni aðferðafræði þegar kemur að innleiðingu skýjalausna.

Ferlið hefst með forgreiningu á aðstæðum reksturs og fyrirætlunum um skýjavæðingu.
Næst er vinnustofa framkvæmd þar sem farið er nánar yfir áætlanir, þarfagreiningu og innleiðingu skýjalausna ásamt því að gera tíma- og kostnaðaráætlun.
Tillögur og áætlanir úr vinnustofu eru svo brotnar nánar niður og tímasettar í þeirri röð sem þykir heppilegust fyrir þig (t.d. tilflutningur á innviðum í skýið eða virkjun á nýrri skýjaþjónustu).
Því næst kemur að hönnun og innleiðingu sem er oft framkvæmd í nokkrum fösum, eftir DevOps nálgun, til að hafa sem minnst áhrif á öryggi lausna og innviða.
Skýjateymið okkar fylgir eftir tæknilegum innleiðingum með ítarlegri fræðslu og þekkingainnleiðingu hjá ykkur til að tryggja að skýjaumhverfið nýtist sem best við reksturinn.
Loks kemur að endurbætum og uppfærslum á skýjalausnum, ásamt ráðgjöf um bestu leiðir til að nýta þá skýjalausn sem hefur verið innleidd.
Það kostar þig ekkert að fá kynningu á skýjaumgjörðinni okkar og er án allra skuldbindinga. Bókaðu þig í skýjaráðgjöf og sérfræðingur okkar tekur létt spjall með þér.

Höfundur bloggs
Ólafur Ingþórsson
Senior Cloud Consultant
Deila bloggi