25/04/2022 • Inga Steinunn Björgvinsdóttir

Hvernig tryggjum við netöryggi fyrirtækja?

Myndir þú ekki vilja vita hvernig gengur hjá þínu fyrirtæki að verja reksturinn fyrir innbrotum og útföllum? Og fá viðamikið og greinagott mat á stafrænum innviðum rekstursins?

Inga Steinunn Björgvinsdóttir

Öryggismat Origo hjálpar minni og meðalstórum fyrirtækjum að greina stöðu og öryggi stafrænna lausna og gagna. Að því loknu færð þú skýrslu með styrkleikum, veikleikum og mögulegum úrbótum.

Lykilatriði í að laga öryggismálin

Þekking á netöryggi er stórlega ábótavant hjá stjórnendum íslenskra fyrirtækja, samkvæmt könnun sem gerð var af Stafræna hæfniklasanum í lok ársins 2021. Margir stjórnendur eru óöruggir með það hvernig og hvar þeir eigi að hefja öryggisvegferð fyrirtækisins. En hvernig gæti þitt fyrirtæki farið af stað í því að laga öryggismálin hjá sér? Í gegnum Öryggismat Origo fer fyrirtækið í gegnum þrjú mikilvæg skref:

  • Sérfræðingar Origo gera öryggismat og meta rekstrarumhverfi þitt og teikna það upp út frá öryggis-þroskastigi Origo. 

  • Ef í ljós koma veikleikar á sér næst stað tæknileg innleiðing á viðeigandi öryggislausnum eða aðgerðum. Að því loknu yfirfærum við þekkingu á rekstri lausnanna til starfsfólks fyrirtækisins.

  • Við tökum svo frá tíma til að fylgja á eftir innleiðingunni þinni og nýtingu öryggislausnanna sem við lögðum til.

Þið eruð svo velkomin í annað mat í framtíðinni enda eru stafrænar lausnir í stöðugri þróun. Hægt er að bóka kynningu um Öryggismat Origo án nokkurra skuldbindinga til að vita meira.

Góð reynsla viðskiptavina

Origo er búið að framkvæma Öryggismat hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum með góðum árangri. Sum fyrirtæki töldu sig ekki þurfa á slíku mati að halda og voru viss um að stafrænir innviðir þeirra væru vel tryggðir. Þeim fannst þó mikill léttir að fá staðfestingu á góðum rekstrarháttum með Öryggismati Origo og fengu að auki nokkrar tillögur að úrbótum. Reykjafell er einn af okkar ánægðu viðskiptavinum en Þórður Illugi Bjarnason, framkvæmdastjóri Reykjafells, fór í gegnum Öryggismat Origo:

Ég vildi vita hvar við stæðum og niðurstaðan var gríðar gagnleg. Hún kom ánægjulega á óvart og gaf mér svona heildaryfirsýn yfir alla stöðu öryggisþátta í öllu þessu umhverfi sem maður er að reyna halda utan um í dags daglega í rekstrinum. Þetta var mjög gagnlegt og eitthvað sem ég tel að öll fyrirtæki ættu að huga vel að.

Þórður Illugi Bjarnason

Framkvæmdastjóri Reykjafells

Lestu um hvernig Reykjafell kom öryggismálunum á hreint.

En af hverju öryggi stafrænna innviða?

Stafrænir innviðir eru í dag flestum rekstri mjög mikilvægir og með einföldum aðgerðum getur þú aukið öryggi þeirra. Stafrænir innviðir gera fyrirtækjum kleift að starfrækja sig með kerfum sem koma að sölu, bókunum, fjárhagi, bókhaldi og samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Öryggismat Origo hjálpar þér að tryggja öruggari rekstur og fá greinagott mat á stafrænum innviðum rekstursins.

Það kostar þig ekkert að fá sölukynningu á Öryggismati Origo og er án allra skuldbindinga. Bókaðu þig hér beint í sölukynningu og við tökum létt spjall saman.

https://images.prismic.io/new-origo/b805165a-4dce-423e-9d8a-72cb5f652d41_Origo_myndir10433A.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Inga Steinunn Björgvinsdóttir

Forstöðumaður þjónustulausnir, markaðsmál

Deila bloggi