01/07/2024

Microsoft Dynamics Business Central valið sem besta ERP kerfi ársins 2024 af Forbes

Microsoft Dynamics 365 Business Central er eitt besta skýja ERPkerfið sem völ er á.

Guðjón Þór Mathiesen, forstöðumaður Business Central lausna hjá Origo

Microsoft Dynamics Business Central hlaut hæstu einkunn í samanburði Forbes Analytics á ERP skýjalausnum árið 2024. Þessi viðurkenning undirstrikar framúrskarandi getu Business Central og staðfestir stöðu þess sem leiðandi ERP kerfis.

Microsoft Dynamics Business Central hlaut hæstu einkunn í samanburði Forbes Analytics á ERP skýjalausnum árið 2024. Þessi viðurkenning undirstrikar framúrskarandi getu Business Central og staðfestir stöðu þess sem leiðandi ERP kerfis.

Forbes báru saman ERP hugbúnað sem henta minni fyrirtækjum og tóku þar með 25 leiðandi hugbúnaðarkerfi á sviði skýjalausna sem voru metin á 25 mælikvörðum.  

Business Central er þekkt fyrir þann eiginleika að tengja fólk og ferla. Frá fjármálum og rekstri til sölu og þjónustu, einfaldar kerfið viðskiptastjórnun, eykur hraða og einfaldar viðskiptaferla. 

Í rökstuðningi sínum skrifa þau: 

Hvort sem þú velur grunnáskrift eða stærri pakka, getur þú stýrt hverjum hluta fyrirtækisins þíns í gegnum Microsoft Dynamics 365 Business Central, sem er ástæðan fyrir því að það er eitt besta skýja ERPkerfið sem völ er á. Þetta er viðskiptlausn sem hentar vel fyrir milli og meðalstór fyrirtæki, þökk sé verðlagningunni sem er undir meðaltali markaðarins.

Origo er stoltur þjónustuaðili Business Central, en við bjóðum enn fremur upp á fjölda sérlausna sem auka enn fremur á virði kerfisins og henta sérstaklega vel fyrir íslensk fyrirtæki.

Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á bestu lausnir í boði fyrir þeirra þarfir, sem hjálpa þeim að ná árangri. Þessi viðurkenning undirstrikar gæði Business Central og þar er okkur ánægja að bjóða viðskiptavinum okkar svona fullkomna lausn.

Guðjón Þór Mathiesen

Forstöðumaður Business Central hjá Origo

Business Central með Origo

Við getum hjálpað þér að ná árangri með Business Central

Fáðu skýra yfirsýn yfir árangur rekstursins með sjálfvirkni sem veitir hagræðingu og öryggi og viðbótarlausnir sem einfalda lífið.