01/12/2020 • Guðjón Þór Mathiesen

Náðu samkeppnisforskoti með Business Central

Svokallaðar viðskiptalausnir (Enterprise Resource Planning) eða ERP-lausn er fjárfesting í framleiðni, rekstri og skilvirkni fyrirtækis þíns. Með því að nota slíkt kerfi verður fyrirtæki þitt samkeppnishæfara, framleiðni þess eykst, og það verður betur í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna á betri og faglegri hátt.

Dynamics 365 Business Central er öflugt ERP-kerfi í skýinu sem sinnir öllum viðskiptastjórnunarþörfum fyrirtækja. Í stað þess að nota mismunandi gerðir hugbúnaðar getur fyrirtæki þitt nýtt ERP-kerfið sem heildarlausn til að stýra rekstri, fjármálum, sölustarfsemi, viðskiptasamböndum, aðfangakeðjunni og lagerstöðunni.

 Hægt er að laga Dynamics 365 Business Central að þörfum þíns fyrirtækis á sviði rekstrarstjórnunar, fjármálastjórnunar og verkflæðis. Hönnun hlutverkatengda viðmótsins í ERP-kerfinu veitir þér greiðan aðgang að öllum verkefnum sem starfsfólk fyrirtækisins vinnur að.

 Með því að innleiða Dynamics 365 Business Central getur fyrirtæki þitt náð fram eftirfarandi jákvæðum áhrifum:

Svona lækkar þú kostnað

Í stað þess að verja fjármagni í mörg kerfi getur þú látið eitt ERP-kerfi nægja og þannig sparað kostnað og aukið skilvirkni. Ef fyrirtækið þitt þarf aðeins að nota eitt kerfi sparar þú líka kostnað við þjálfun starfsfólks, þar sem aðeins þarf að læra á eitt kerfi.

Upplýsingar um viðskiptavini eru geymdar á miðlægan hátt í stöku ERP-kerfi, svo starfsfólk eigi auðveldara með að viðhalda og byggja upp sambönd við viðskiptavini. Varðveisla gagna í stöku ERP-kerfi tryggir að starfsfólk hefur aðgang að þeim lykilupplýsingum sem það þarf á að halda, svo samskipti við viðskiptavini gangi snurðulaust fyrir sig.

 Gagnagæði og gagnaöryggi

ERP-kerfið vinnur á einum eða fleiri samþættum gagnagrunnum sem skilar betri gagnagæðum þar sem gögnin eru nákvæm og örugg. Einn stærsti kosturinn við ERP-kerfi er gagnaöryggið, sem er afar mikið hvort sem um ræðir gögn sem geymd eru á staðnum eða í skýinu.

Með innleiðingu ERP-kerfis er hægt að stytta afgreiðslutíma og afhenda vörur á réttum tíma auk annarra kosta sem hafa jákvæð áhrif á reksturinn í heild. Með ERP-kerfi er hægt að auka skilvirkni aðfangakeðjunnar þökk sé bættri birgðastjórnun, framleiðslu, eftirspurnarspá og dreifingu.

Með því að nota aðeins eitt kerfi, ERP-kerfi, er hægt að tryggja samþætta skýrslugerð fyrir alla ferla og þannig bæta upplýsingamiðlun milli mismunandi deilda. ERP-kerfi skilar betri skýrslum og greiningum á rekstrarárangri með einfaldara verkflæði.

 Bætt verkflæði og skilvirkni

ERP-kerfi getur aukið skilvirkni starfsfólks þíns og auðveldað því að sjá heildarmyndina þökk sé aðgangi að gríðarmiklu gagnamagni. Innleiðing kerfisins getur dregið úr og jafnvel útrýmt tímafrekum handvirkum ferlum svo starfsfólkið hafi meiri tíma til að einbeita sér að daglegum verkefnum.

 Aukin samvinna

Hjá mörgum fyrirtækjum vinnur starfsfólkið í hálfgerðri einangrun því samvinna getur verið fyrirhafnarmikil og tímafrek. ERP-kerfið auðveldar samvinnu með því að bæta skilvirkni ferla og veita starfsfólki aðgang að þeim gögnum sem það þarf á að halda. Þetta hefur í för með sér betri samskipti innan fyrirtækisins og veitir starfsfólki réttu verkfærin til að taka réttar ákvarðanir.

Innleiðing ERP-kerfis gerir fyrirtæki þínu kleift að staðla núverandi kerfi og ferla, sem bætir skilvirkni og framleiðni enn frekar. Hægt er að sjálfvirknivæða verkferla sem dregur úr kostnaði og fækkar villum, sem aftur leiðir til minni núnings og meiri skilvirkni.

Microsoft Dynamics 365 Business Central er alhliða viðskiptahugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að tengja saman fjármál, sölu, þjónustu og starfsemi sína til að einfalda viðskiptaferli, bæta samskipti við viðskiptamenn og taka betri ákvarðanir.

https://images.prismic.io/new-origo/98275d79-3f43-45fc-88e7-bb240da7886e_MBL0279865.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Guðjón Þór Mathiesen

Forstöðumaður Business Central og Vigor lausnir

Deila bloggi