02/10/2025 • Guðjón Þór Mathiesen
Náðu forskoti með Business Central
Business Central er viðskiptakerfi sem hjálpar fyrirtækjum að tengja saman rekstur, fjármál, þjónustu og birgðastýringu.

Dynamics 365 Business Central er öflugt viðskiptakerfi (e. Enterprise Resource Planning) í skýinu sem hjálpar fyrirtækjum að tengja saman rekstur, fjármál, þjónustu og birgðastýringu í einni heildarlausn. Með því eru fyrirtæki betur í stakk búin til að mæta þörfum viðskiptavina og aðlagast breyttum aðstæðum. Hér förum við yfir hvernig Business Central getur stuðlað að umbótum í rekstrinum.
Business Central einfaldar dagleg störf
Með Business Central má draga úr kostnaði og einfalda innleiðingu og þjálfun starfsfólks. Þegar aðeins eitt kerfi er notað minnkar þörfin á flóknum samþættingum og starfsfólk þarf einungis að tileinka sér eitt vinnuumhverfi, sem sparar tíma og einfaldar dagleg störf.
Upplýsingar um viðskiptavini eru geymdar á miðlægan hátt í Business Central, svo starfsfólk á auðveldara með að viðhalda og byggja upp sambönd við viðskiptavini. Varðveisla gagna í Business Central tryggir að starfsfólk hefur aðgang að þeim lykilupplýsingum sem það þarf á að halda, svo samskipti við viðskiptavini gangi snurðulaust fyrir sig.
Gagnagæði og gagnaöryggi
Viðskiptakerfið vinnur á einum eða fleiri samþættum gagnagrunnum sem skilar betri gagnagæðum þar sem gögnin eru nákvæm og örugg. Einn stærsti kosturinn við viðskiptakerfi er gagnaöryggið, hvort sem um ræðir gögn sem geymd eru á staðnum eða í skýinu.

Hraðari afgreiðsla og betri yfirsýn
Með innleiðingu Business Central er hægt að stytta afgreiðslutíma og afhenda vörur á réttum tíma. Skilvirkni aðfangakeðjunnar eykst með betri birgðastjórnun, framleiðslu, eftirspurnarspá og dreifingu. Með einu samræmdu kerfi verður skýrslugerð samþætt og upplýsingamiðlun milli deilda einfaldari.
Aukin samvinna
Business Central auðveldar samvinnu með því að bæta skilvirkni ferla og veita starfsfólki aðgang að þeim gögnum sem það þarf á að halda. Þetta hefur í för með sér betri samskipti innan fyrirtækisins og veitir starfsfólki réttu verkfærin til að taka réttar ákvarðanir. Niðurstaðan er betri yfirsýn, skilvirkara verkflæði og dýpri innsýn í rekstrarárangur.

Höfundur bloggs
Guðjón Þór Mathiesen
Forstöðumaður Business Central og Vigor lausnir
Deila bloggi
