10/10/2022 • Sunna Mist Sigurðardóttir

Ný kynslóð af rafrænum hillumiðum

Afgreiðslulausnir Origo kynntu á dögunum til leiks Vusion Rail verðmerkingar sem eru nýjasta lausnin í rafrænum hillumiðum frá SES Imagotag.

Vusion Rail er byltingarkennd ný tækni í verkmerkingum sem gerir verslunum kleift að keyra söluherferðir og kynningarmyndbönd samhliða verði.

Aukinn tímasparnaður

SES Imagotag eru leiðandi framleiðandi á heimsvísu þegar kemur að rafrænum hillumiðum og hafa rafænu hillumiðarnir frá þeim slegið í gegn á smásölumarkaði á Íslandi. Rafrænu hillumiðarnir búa yfir ýmsum kostum svo sem að gera verslunum kleift að uppfæra verð og verðtilboð með stuttum fyrirvara á sama tíma í öllum verslunum, tengja miðana við netverslun sem gjarnan hefur verið lögð mikil vinna í og almennt létta starfsfólkinu lífið við áfyllingar og innkaupapantanir.

Ný lausn í rafrænum hillumiðum

Sunna Mist Sigurðardóttir, lausnastjóri hjá Afgreiðslulausnum Origo, segir Vusion Rail vera fullkomna leið til að auka sýnileika á verðmætustu vörumerkjunum. „Með þessari frábæru lausn er hægt að keyra söluherferðir samhliða verði og þannig samnýta markaðsefnið enn betur en áður og nýta hillurnar einnig sem auglýsingapláss fyrir einstaka vörur og vörumerki.“

Með Vusion Rail er hægt að hámarka upplifun viðskiptavina í verslunMeð Vusion Rail er hægt að hámarka upplifun viðskiptavina í verslun

Sunna Mist segir að birgjar erlendis séu strax byrjaðir að nýta sér þessa lausn til að koma sínum vörum enn betur á framfæri. „Verslanir og stórmarkaðir erlendis eru til að mynda að selja þessar birtingar til aðila og vörumerkja sem vilja vera sýnilegri í þeirra verslunum.

Vusion Rail í fyrsta sinn á Íslandi

,,Við erum að setja þetta upp í verslun Origo í Borgartúni og ætlum að byrja á Bose herberginu. Þá er tilvalið að spila sömu auglýsingar og efni í hillunum og á stærri auglýsingaskjám annars staðar í versluninni og auka enn á heildarupplifun viðskiptavinarins. Það er ekkert mál að tengja Vusion Rail við til dæmis BrightSign sem er notað mikið af verslunum til að birta markaðsefni á auglýsingaskjám.

Við erum mjög spennt fyrir þessari nýjung frá SES Imagotag sem eru í dag leiðandi á heimsvísu í rafrænum hillumiðum og koma stöðugt með eitthvað nýtt og spennandi að borðinu.“ segir Sunna Mist.

0:00

0:00

https://images.prismic.io/new-origo/eb37114f-6c6a-44b7-a675-55aff49c7d0f_sunna+Mist+Sigur%C3%B0ard%C3%B3tti.jfif?auto=compress,format&rect=135,114,543,543&w=800&h=800

Höfundur bloggs

Sunna Mist Sigurðardóttir

Lausnarstjóri hjá Origo

Deila bloggi