18/03/2024 • Arnór Hreiðarsson

Shopify og Business Central - Einföld leið til að reka vefverslun

Tenging Shopify við Business Central gerir notendum kleift að reka vefverslun með lítilli fyrirhöfn.

Arnór Hreiðarsson, ráðgjafi í Business Central hjá Origo

Netverslun með nokkrum smellum

Fyrirtæki með vörur skráðar í Business Central geta með nokkrum smellum opnað vefverslun í gegnum Shopify sem er ein af stærri vefverslunarþjónustum heims. Tengingin er innbyggð inn í Business Central og aðgengileg öllum notendum þess, en með henni er hægt að samstilla vöruupplýsingar á milli kerfanna. Þetta á bæði við um að færa upplýsingar frá Business Central yfir í Shopify til að stofna vefverslun, eða að setja Business Central upp sem bókhaldskerfi fyrir vefverslun í Shopify, upplýsingarnar geta færst á milli og viðhaldist með einum smelli.

Með þætti eins og birgðastöðu, greiðslur, afhendingar, verð og upplýsingar um vöruna samstillta á milli kerfanna og sjálfvirka ferla sem uppfæra upplýsingarnar ört verður yfirsýn yfir reksturinn betri því vöruupplýsingar eru réttar í rauntíma. Sjálfvirknin eykur ekki bara nákvæmni heldur sparar vinnu við að handfæra upplýsingar á milli og halda þeim við á fleiri en einum stað.

Hagræðing með sjálfvirkni

Þegar að pöntun er gerð í Shopify verður hún strax til í Business Central, undir réttum viðskiptamanni með réttum vörum, sendingarmáta, athugasemdum, og undir réttri verslun reki notandinn margar vefverslanir. Business Central býr sjálfkrafa til sölupöntun og þegar pöntunin er afhent býr kerfið til sölureikning og bókar. Þá er hægt einnig að stilla Shopify sem svo að kerfið sendi sjálfkrafa tölvupóst um leið og pöntunin er send af stað með númeri sem kaupandinn getur notað til að rekja sendinguna bjóði póstþjónustan upp á það.

Arnór Hreiðarsson, ráðgjafi í Business Central hjá OrigoArnór Hreiðarsson, ráðgjafi í Business Central hjá Origo

Birgðalisti uppfærist við sölu

Um leið og varan hefur verið afhent uppfærist birgðastaðan bæði í Business Central og Shopify. Birgðastaða er þannig alltaf rétt í rauntíma sem minnkar líkurnar á því að vara sé seld sem er ekki til staðar vegna þess að uppfærsla á birgðastöðu tafðist. Viðskiptavinurinn getur jafnframt treyst því að varan sé til þar sem kerfið gefur til kynna að hún sé til.

Fjöldi verslana á einum aðgangi

Hægt er að nota Shopify tenginguna fyrir fleiri en eina vefverslun og vinna með þær allar í Business central. Enginn hætta er á að upplýsingar og pantanir ólíkra verslana skarist og skili sér ekki undir rétta verslun í kerfinu. Númer sölupöntunar og sölureiknings endurspeglast auk þess á milli kerfa svo það er fullkominn rekjanleiki.

Samstillingu kerfanna er einfalt að stilla og aðlaga að hverjum notenda eftir því hvað hentar rekstrinum best. Til dæmis hversu oft samstillingin uppfærist, hvaða upplýsingar flæða á milli, hverjar ekki o.fl.

Næsta skref

Í næstu uppfærslu af Business Central sem von er á í apríl mun kerfið bjóða upp á dýnamískan verðlista sem endurspeglast í Shopify. Það er að segja, hægt verður að hafa sérkjör hvers viðskiptamanns skráð í Business Central og þau birtast einnig í Shopify. Hver viðskiptamaður mun geta séð verð samkvæmt samningum sem hann hefur við verslunina, verslað út frá þeim og sömu verð bókast í Business Central.

Business Central með Origo

Kynntu þér Business Central með Origo

https://images.prismic.io/new-origo/e5a536b1-316f-4a5f-8d92-4b64a7a6474b_Origo_Arnor28452.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Arnór Hreiðarsson

Ráðgjafi í Business Central

Deila bloggi