01/12/2022 • Anna Gréta Oddsdóttir

Sony færir leikvanginn heim í stofu

Fótboltaáhorf er ofarlega í huga hjá mörgum þessa dagana og er því tilvalið að fara yfir hvaða kostum Sony sjónvörpin eru gædd sem gera þau að hinu fulllkomna sjóvnarpi fyrir hreyfingu.

Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony á Íslandi

Vörustjóri Sony á Íslandi, Eyjólfur Jóhannsson, fer hér yfir af hverju Sony ætti að verða fyrir valinu sem sjónvarpið til að horfa á hreyfingu í hvort sem það er fótbolti, handbolti eða eitthvað annað. Við fáum fyrst að heyra skemmtilega sögu af Eyjó á fótboltavellinum áður en sögunni er vikið að Sony.

Hættur að spila fótbolta en horfir á hann í staðinn

Eina fótboltamótið sem ég hef tekið þátt í er Rock Cup árið 1994 þar sem ég spilaði með hljómsveitinni minni SSSól. Við vorum nokkuð góðir og spiluðum úrslitaleik við hljómsveitina Skriðjökla frá Akureyri en urðum að sætta okkur við silfurverðlaun. Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að sá sigur hafi ekki verið fullkomlega verðskuldaður þar sem þeir réðu sér hljóðmann sem var leikmaður í efstu deild á Íslandi rétt fyrir mót eða mig minnir það allavega 😊

Ég held að þeir hafi allavega drukkið enn meiri bjór og reykt meira en við á meðan leiknum stóð en við vorum með nokkra sigra á bakinu á móti liðum eins og Todmobile, Nýdönsk og Sálinni hans Jóns mín, sem verður að teljast þokkalegur árangur.

„Síðan þá hef ég ekki tekið þátt í fótbolta þar sem verðlaun eru í boði en horfi á hann í staðinn. Þar af leiðandi er ég mikill áhugamaður um hvernig sjónvarpið mitt meðhöndlar þessa íþrótt.“

Eyjólfur Jóhannsson

Vörustjóri Sony á Íslandi

Áskorunin felst í hreyfingunni

Það eru margir hlutir sem ég hef lært í starfi mínu sem vörustjóri Sony. Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að það er hægt að búa til alls konar tölur og hugtök um ágæti sjónvarpa varðandi til dæmis skerpu og upplausn, það er hægt að kalla skjáina ýmsum nöfnum og markaðssetja hluti á misgóðan hátt en það sem í raun og veru skiptir mestu máli í meðhöndlun á mynd sem hreyfist er örgjörvinn eða myndvinnsla tækisins. Einhver orðaði þetta þannig að það væri ekkert mál að búa til góða mynd í sjónvarpi ef hún er kyrr en áskorunin felst í því þegar myndefnið er komið á hreyfingu.

Sony hefur lengi þótt í fararbroddi þegar kemur að myndvinnslu í sjónvarpi enda nota fagmenn upptökubúnað frá Sony í langflestum tilfellum og meira að segja líka í þróun á hinni umdeildu marklínutækni og VAR tækni.

Hið fullkomna sjónvarp

Varðandi hið fullkomna sjónvarp hef ég tekið saman nokkra hluti sem skipta máli.

Það getur verið leiðinlegt að horfa á íþróttir og annað hratt efni í sjónvarpi þegar tækið nær ekki að skila myndinni sómasamlega. Það er ekki óálgengt að bolti á ferð skilji eftir sig slör á skjánum þegar um ræðir hreyfingu. Ástæðan fyrir þessu er yfirleitt að myndvinnsla sjónvarpsins er einfaldega ekki nógu góð.

Sony hefur hlotið frábæra dóma fyrir myndvinnslu kerfið í Bravia sjónvörpunum og fær yfirleitt fullt hús stiga frá gagnrýnendum. Sony hefur ávallt verið í fremstu röð í atvinnubúnaði fyrir kvikmyndagerð og segja má að fyrirtækið noti sér þekkingu sína á því sviði til að framkalla mestu möguleg myndgæði í stofunni heima hjá okkur.

Sony XR er öflugasti örgjörvi sem Sony hefur framleitt fyrir sjónvarp

Sony XR er nýjasti örgjörvinn í Bravia sjónvörpum. Hann er gæddur „mannlegum“ (cognitive) eiginleikum sem þýðir að hann metur upplýsingar sem unnar eru á sama hátt og skilningarvitin sem við notum til að meðtaka myndina sem skilar sér í yfirburðamyndvinnslu, skýrleika og litgreiningu.

Hver hreyfing er fullkomin með X-Motion Clarity™

X-Motion Clarity tæknin heldur allri hreyfingu mýkri og hreinni. Þar sem aðrir framleiðendur lenda í vandræðum sýnir Sony okkur hnífskarpa og fullkomna hreyfingu án þess að missa birtu og skerpu.

Raunveruleikinn framkallaður með X-tended Dynamic Range™ Pro

Njóttu fallegra næturmynda sem eru fullar af ljósum og skuggum með þessari mögnuðu baklýsingu. Með allt að sex sinnum meiri skerpu en í hefðbundinni LED baklýsingu er tryggt að dökkar senur eru enn dekkri og ljósar senur eru enn bjartari.

TRILUMINOS ™ skjáir - Fleiri litir og meiri ljómi

Sjáðu litadýrðina birtast í Triluminos skjánum sem framleiðir fleiri liti og tryggir að allir litir birtast nákvæmlega eins og til er ætlast.

Upplifðu 4K HDR skemmtun í leikjum og kvikmyndum

Sjónvörpin frá Sony sýna okkur myndir í alvöru 4K HDR upplausn. Það styður margar tegundir af HDR efni meðal annars HDR10, Hybrid Log-Gamma and Dolby Vision™.

https://images.prismic.io/new-origo/60560f82-d08b-4f50-b430-b3c30cbd8623_annagreta.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Anna Gréta Oddsdóttir

Sérfræðingur í markaðsmálum

Deila bloggi