27/02/2024 • Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir sóun í rekstri fyrirtækja og stofnana? 

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Vel rekin fyrirtæki hafa ekki ólíka fjármálastjórn þeirri sem hagsýn húsmóðir myndi beita á sínu heimili. Ég man að minnsta kosti eftir því að hafa verið beðin um að koma með strimilinn heim þegar ég var send út í búð og mamma fór samviskusamlega yfir hverja línu á strimlinum og var meðvituð um það hvað mjólkin kostaði hverju sinni.  

Það getur hins vegar verið tímafrekt fyrir fjármálastjórann að fara yfir hverja línu á reikningum fyrirtækisins og muna hvert einingarverð á öllum vöruliðum. Þegar umfang rekstursins eykst verður það ógerlegt. Það að ætla að fara yfir þetta allt í höndunum getur líka orðið til þess krónunni sé kastað fyrir aurinn því tíminn sem það tekur fyrir sérfræðinga í fjármáladeildum er óþarflega mikill. 

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna OrigoKristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna Origo

Það er hins vegar mikilvægt að fylgjast með þessu og sérstaklega þegar um almannafé er að ræða. Við viljum að ríkisstofnanir sýni ráðdeild í rekstri og almannafé sé ekki sóað sökum þess að umfang innkaupa er umfangsmikið.  

Það er einmitt þess vegna sem við þróuðum sjálfvirkar innkaupagreiningar sem við köllum SpendSenze. Einfaldlega vegna þess að okkur finnst það meika svo mikinn “senze”. Þar tökum við allar reikningslínur fyrirtækja og auðgum þær með gagnlegum upplýsingum. Við flokkum saman innkaup sem eru sambærileg og sýnum gagnlegar tölfræði upplýsingar eins og þróun verðs á ákveðnum vöruliðum. Við flöggum því einnig fyrir þig ef einingarverð er að hækka mikið og magn er að aukast yfir ákveðið tímabil.  

Þetta er kannski sambærilegt því að mamma hefði fengið sjálfvirkan verðsamanburð á öllum strimlunum sínum aftur í tímann og hefði sömuleiðis fengið línurit yfir verðlagsþróun á mjólkurpottinum sem ég var nýbúin að kaupa. Einnig hefði hún fengið sjálfvirkar ábendingar um það ef innkaup á mjólk eru að aukast mikið á heimilinu. Ég er ekki viss um að Mjólkurbú Flóamanna hefðu fagnað þessu miðað við mjólkurneysluna á æskuheimili mínu á áttunda og níunda áratugnum, en mamma hefði orðið syngjandi glöð.  

Um það snýst svo heila málið. Það að hjálpa fólki að skilja fjármálin betur í þeim skipulagsheildum sem þau bera ábyrgð á svo að flesta daga geti þau verið syngjandi glöð í vinnunni. 

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna Origo 

SpendSenze

Fáðu yfirsýn og gagnsæi í innkaup og fjármál fyrirtækisins með einföldum hætti.

https://images.prismic.io/new-origo/64997ff7-9621-48c4-a1c6-3f4534b4108c_kristinhrefna.jpg?auto=compress,format&rect=0,0,497,331&w=300&h=200

Höfundur bloggs

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Forstöðuman

Deila bloggi