24/08/2022 • Magnús Máni Hafþórsson

Svona breytti stafræn vegferð mannauðs- stjórnun Origo

Stafræn umbreyting hefur einfaldað ráðningaferlið og móttöku nýliða, veitt aðgang að mannauðstölfræði í rauntíma, sjálfvirknivætt starfsánægjumælingar og aðstoðað með eftirfylgni við jafnlaunavottun segir Dröfn Guðmunsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Orig...

Hvað er stafræn umbreyting í mannauðsstjórnun?

Stafræn umbreyting mannauðsstjórnunar getur falið í sér stafræna umbreytingu á lykilferlum mannauðs, eins og ráðningum, móttöku nýliða, árangurs- og starfsánægjumælingum og þjálfun starfsfólks.

Stafræn umbreyting mannauðsstjórnunar getur líka falið í sér umbreytingu á því hvernig störf í fyrirtækinu eru unnin sem væri samofið stafrænni umbreytingu á viðskiptaferlum. Eitt dæmi um breytingu á hlutverki væri þjónustufulltrúi í símaveri sem hefur hingað til veitt þjónustu í síma en vinnur nú í teymi sem nýtir gervigreind í að sjálfvirknivæða þá þjónustu með notkun á spjallmenni sem svarar algengustu fyrirspurnum viðskiptavina.

Ávinningur stafrænna umbreytinga

Eins og í öllum breytingum, þá þarf að skilgreina markmið og ávinning af stafrænni umbreytingu á lykilferlum mannauðs. Ein af áherslum Origo er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaðurinn í upplýsingatækni.

Til að laða að okkur hæfasta fólkið og halda í það, þurfum við að vera í fremstu röð þegar kemur að upplifun starfsmanna (e. employee experience) og helgun þeirra í starfi. Þannig tryggjum við að Origo verði fyrsta val viðskiptavina á sviði upplýsingatækni.

Stafræn umbreyting í mannauðsteymi Origo

Origo er fyrirtæki í upplýsingatækni sem hefur verið framarlega undanfarin ár þegar kemur að stafrænni umbreytingu innan mannauðsstjórnunar. Origo er þekkingarfyrirtæki og byggir árangur sinn á hugviti starfsfólks. Það er því til mikils að vinna að starfsfólk sé ánægt í starfi, sé helgað og vinni í umhverfi sem ýtir undir nýsköpun, frumkvæði og drifkraft. Það er mikil samkeppni um hugbúnaðarsérfræðinga og tæknifólk á vinnumarkaði. Því er óhætt að segja að fjárfesting í mannauði og aðbúnaði fyrir starfsfólk hjá Origo skili sér margfalt til baka.

Hér eru nokkur dæmi um stafræn umbreytingaverkefni í mannauðsstjórnun hjá okkur:

  • Ráðningar: Einföldun á framkvæmd ráðninga með nýjum ráðningarvef í Kjarna sem gerir stjórnendum og mannauðssérfræðingum kleift að vinna í sama umhverfi við mat og umsýslu umsækjenda. Fyrir tíma stafrænnar umbreytinga var yfirferð umsókna miklu tímafrekari, með endalausum músa klikkum til að opna og loka hverju skjali. Unnið var í bakendaviðmóti sem var flókið og ekki notendavænt. Ráðningarvefurinn hefur breytt leiknum fyrir stjórnendur og mannauðssérfræðinga.

  • Fræðsla: Innleiðing á Eloomi fræðslukerfinu sem hefur gjörbreytt því hvernig fræðsla fer fram og hefur m.a. stutt við markmið okkar um að nýliðaþjálfun fari fram um leið og starfsmaður hefur störf. Þannig fara allir í gegnum öryggisþjálfun og sýna fram á öryggisvitund árlega. Áður voru nýliðanámskeið haldin mánaðarlega og mikill tími mannauðssérfræðinga fór í þá þjálfun. Halda þurfti 15 öryggisnámskeið árlega til að tryggja að allir myndu fara í gegnum skyldunámskeið. Rafræn fræðsla í Eloomi og tenging við fræðsluhluta Kjarna gerir okkur kleift að fylgja eftir fræðslumarkmiðum okkar.

  • Móttaka nýliða: Sjálfvirknivæðing á nýliðaferli sem tryggir skilvirkari stofnun í kerfum, sparar vinnu á mismunandi stöðum og kemur í veg fyrir mistök. Við notkun á þjónustuvef í Jira var nýliðaferlið einfaldað til muna og handavinnu útrýmt að miklu leyti. Nú er tryggt að t.d. um leið og stjórnandi setur inn beiðni um nýjan starfsmann, fer sjálfvirk beiðni á mannauð og aðgangshóp, sem stofna starfsmann í kerfum. Samtímis fær stjórnandi sjálfvirk skilaboð um hans hlutverk í ferlinu.

  • Starfsmannatölfræði: Innleiðing á Viðskiptagreind (BI) ofan á Kjarna, hefur gert okkur kleift að aðstoða stjórnendur við að hafa aðgang að mannauðstölfræði og öðrum starfsmannaupplýsingum í rauntíma. Áður þurfti mannauður að fletta upp gögnum í kerfi og senda á stjórnendur sem var tímafrekt og flókið.

  • Starfsánægjumælingar: Með innleiðingu á Moodup sem mælir starfsánægju og helgun starfsfólks höfum við náð að sjálfvirknivæða mælingar á starfsánægju að miklu marki. Mánaðarlega fer út könnun sem mælir líðan, starfsanda og viðhorf starfsfólks til vinnustaðarins og stjórnenda. Með beintengingu við Kjarna tryggjum við að könnun sé alltaf send á rétta starfsmenn og að hópar uppfærist sjálfkrafa. Nú fer minni tími mannauðssérfræðinga í að útbúa starfsmannalista, velja spurningar, handavinnu og við getum sett meiri tíma í eftirfylgni við niðurstöður.

  • Jafnlaunavottun: Kjarni hefur reynst okkur afar vel sem lykilkerfi þegar kemur að eftirfylgni með jafnlaunavottun félagsins. Origo hlaut vottun árið 2018 og síðan þá höfum við unnið í stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu. Kerfið styður vel við launastjórnun og starfastrúktúr sem er undirstaða árangursríks jafnlaunakerfis.

Þessi dæmi sýna að stafræn umbreyting í mannauðsstjórnun hjá Origo er komin vel á veg og hefur ýtt undir framþróun mannauðsstjórnunar. Við hlökkum til að þróa okkur og kerfin áfram, til að tryggja að við séum í fremstu röð.

https://images.prismic.io/new-origo/c04360cc-3ce5-458e-b959-783339a687a2_Magn%C3%BAs+M%C3%A1ni.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Magnús Máni Hafþórsson

Markaðssérfræðingur

Deila bloggi