Öflugur hópur fólks

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem trúir því að betri tækni bætir lífið. Allt sem við gerum er unnið af fólki, í samvinnu við fólk og fyrir annað fólk.

Það er markmið okkar að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks, fjölga konum í upplýsingatækni og fjölga ráðningum ungra og upprennandi einstaklinga.

Svona er Origo

Við leggjum áherslu á að bjóða starfsfólki upp á frábært tækniumhverfi, þar sem fólk fær tækifæri til að vinna með nýja tækni í bland við rótgróna.
Við erum sífellt að þróa vinnustaðinn, starfsumhverfið, tækin og tólin sem starfsfólk nýtir í starfi og ýtum undir stöðugar umbætur.
Við bjóðum upp á frábær tækifæri til þróunar og vaxtar í starfi.
Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvert annars. 
Mannauður

Kjarninn í okkar starfi

Sveigjanleiki

Við tryggjum starfsfólki sveigjanleika í starfi og stuðlum að betra jafnvægi vinnu og einkalífs
Við veitum svigrúm til betri einbeitingar, vinnunæðis og loftgæða
Við leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með minna kolefnisfótspori og betri sýkingarvörnum.

Umhverfi

Við flokkum allt sorp
Við vinnum gegn matarsóun
Við notum rafmagnshlaupahjól og reiðhjól til að sækja nálæga fundi
Við stuðlum að umhverfisvænum samgöngum t.d. með samgöngusamningi
Með aukinni fjarvinnu leggjum við okkar að mörkum til umhverfisins og drögum úr mengun og umferð.

Fríðindi

Við stuðlum að umhverfisvænum samgöngum með samgöngustyrkjum
Við styrkjum starfsfólk til að stunda líkamsrækt
Starfsfólk fær gullkjör í verslun okkar
Frábær aðbúnaður og fyrsta flokks tæki og tól í starfi
Góð aðstaða fyrir þá sem vilja hreyfa sig á vinnutíma

Ráðningar

Origo leggur ríka áherslu á að ráða hæfasta starfsfólk sem völ er á.Við leggjum mikið upp úr faglegum vinnubrögðum við ráðningar og að starfsfólki bjóðist aðlaðandi vinnuumhverfi og samkeppnishæf kjör.
Við ráðum inn fjölbreyttan hóp fólks með fjölbreytta hæfni og tækniþekkingu.
Hér sérðu störf í boði en ef þú finnur ekki auglýst starf við hæfi þá getur þú sent inn almenna umsókn.

Starfsþróun

Origo hefur það að markmiði að bjóða upp á markvissa starfsþróun sem felur í sér að auka hæfni starfsmanns og getur falið í sér þróun til langs tíma t.d. breytt verkefni, ábyrgð í sama starfi eða tilfærsla í annað starf.

Við bjóðum starfsfólki einnig upp á fjölbreytt úrval námskeiða, bæði rafræn og hefðbundin. Einnig virkjum við og hvetjum allt starfsfólk til að taka frumkvæði og ábyrgð á eigin þekkingu og færni.

Félagslíf

Hjá okkur starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur sem gerir vinnustaðinn skemmtilegan. Það eru hinir ýmsu viðburðir í boði fyrir starfsmenn allt árið um kring og eru þeir ýmist skipulagðir af Origo eða starfsmannafélagi fyrirtækisins STARIGO.

Má þar nefna árshátíð, fjölskyldudag, páskabingó, jólaviðburði, Halloween partý ásamt öflugu klúbbastarfi.

Vellíðan

Samstarf við Heilsuvernd sem veitir starfsfólki okkar aðgang að ýmissi heilsutengdri þjónustu.
Við stuðlum að heilsutengdum forvörnum
Við stuðlum að jafnvægi vinnu og einkalífs
Frábær aðstaða til vinnu og afþreyingar
Origo vinnur markvisst að því að stuðla að heilbrigði starfsmanna.

Starfsandi

Reglulegar vinnustaðagreiningar
Skemmtinefndir
Ánægt starfsfólk leggur sig meira fram, kemur með hugmyndir og er meira skapandi, jákvæð samskipti skipta miklu máli
Starfsmenn leggja sitt af mörkum til að efla ánægju í starfi

Jafnrétti

Það er markmið Origo að stuðla að jöfnum tækifærum, m.a. óháð kyni, aldri eða kynþætti.

Með virkri jafnréttisstefnu og áætlun er stuðlað að því að félagið nýti hæfileika og færni starfsfólks á sem skilvirkastan hátt, félaginu og starfsfólki til heilla. Við höfum hlotið jafnlaunavottun BSI.

Jafnrétti

Jafnlaunavottun

Origo hlaut jafnlaunavottun árið 2019. Vottunin staðfestir að fyrirtækið starfræki jafnlaunakerfi í samræmi við ÍST 85:20212 staðalsins og hefur því heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Jafnlaunakerfið nær yfir öll störf og allar starfsstöðvar Origo á Íslandi.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefur Origo komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun

BSI á Íslandi hefur séð um faglega úttekt á jafnlaunavottun Origo og árlega viðhaldsúttekt.

Ofurhetjur

Ofurhetjudagar

Á hverju ári eru haldnir svokallaðir ofurhetjudagar hjá Origo. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Starfsfólk fyrirtækisins velur sér verkefni og vinna saman í hópum að því sem þá langaði helst að skapa og kynna síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum. Sigur í keppninni veiti vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandsbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000