Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina.
Markmið okkar í mannauðsmálum er að verða eftirsóttasti vinnustaðurinn og laða þannig að fyrirtækinu hæfasta starfsfólkið til frambúðar. Til að ná því markmiði höfum við sett okkur metnaðarfulla mannauðsstefnu sem byggir á gildunum okkar þremur, samsterk, þjónustuframsýn og fagdjörf.
Origo hefur það að markmiði að bjóða upp á markvissa starfsþróun sem felur í sér að auka hæfni starfsmanns og getur falið í sér þróun til langs tíma t.d. breytt verkefni, ábyrgð í sama starfi eða tilfærsla í annað starf.
Við bjóðum starfsfólki einnig upp á fjölbreytt úrval námskeiða, bæði rafræn og hefðbundin. Einnig virkjum við og hvetjum allt starfsfólk til að taka frumkvæði og ábyrgð á eigin þekkingu og færni.
Hjá okkur starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur sem gerir vinnustaðinn skemmtilegan. Það eru hinir ýmsu viðburðir í boði fyrir starfsmenn allt árið um kring og eru þeir ýmist skipulagðir af Origo eða starfsmannafélagi fyrirtækisins STARIGO.
Má þar nefna árshátíð, fjölskyldudag, páskabingó, jólaviðburði, Halloween partý ásamt öflugu klúbbastarfi.
Það er markmið Origo að stuðla að jöfnum tækifærum, m.a. óháð kyni, aldri eða kynþætti.
Með virkri jafnréttistefnu (pdf) og áætlun er stuðlað að því að félagið nýti hæfileika og færni starfsfólks á sem skilvirkastan hátt, félaginu og starfsfólki til heilla Við höfum hlotið jafnlaunavottun BSI.
Origo er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum hjá VR í hópi fyrirtækja með 70 starfsmenn eða fleiri fyrir árið 2019.
Gunnar Már Gunnarsson og Kjartan Jóhannsson, sem vinna hjá Viðskiptalausnum Origo, réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur er þeir ákváuð að klífa Matterhorn, 4.478 metra hátt fjall við landamæri Sviss og ítalíu, en það er einnig þekkt sem Toblerone fjallið. Kíktu á myndbandið þar sem Gunnar Már fer yfir magnaða ferðasögu þeirra félaga sem var langt frá því að vera hættulaus.