Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem trúir því að betri tækni bætir lífið. Allt sem við gerum er unnið af fólki, í samvinnu við fólk og fyrir annað fólk.
Það er markmið okkar að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks, fjölga konum í upplýsingatækni og fjölga ráðningum ungra og upprennandi einstaklinga.
Origo hefur það að markmiði að bjóða upp á markvissa starfsþróun sem felur í sér að auka hæfni starfsmanns og getur falið í sér þróun til langs tíma t.d. breytt verkefni, ábyrgð í sama starfi eða tilfærsla í annað starf.
Við bjóðum starfsfólki einnig upp á fjölbreytt úrval námskeiða, bæði rafræn og hefðbundin. Einnig virkjum við og hvetjum allt starfsfólk til að taka frumkvæði og ábyrgð á eigin þekkingu og færni.
Hjá okkur starfar fjölbreyttur og skemmtilegur hópur sem gerir vinnustaðinn skemmtilegan. Það eru hinir ýmsu viðburðir í boði fyrir starfsmenn allt árið um kring og eru þeir ýmist skipulagðir af Origo eða starfsmannafélagi fyrirtækisins STARIGO.
Má þar nefna árshátíð, fjölskyldudag, páskabingó, jólaviðburði, Halloween partý ásamt öflugu klúbbastarfi.
Það er markmið Origo að stuðla að jöfnum tækifærum, m.a. óháð kyni, aldri eða kynþætti.
Með virkri jafnréttisstefnu og áætlun er stuðlað að því að félagið nýti hæfileika og færni starfsfólks á sem skilvirkastan hátt, félaginu og starfsfólki til heilla. Við höfum hlotið jafnlaunavottun BSI.
Origo hlaut jafnlaunavottun árið 2019. Vottunin staðfestir að fyrirtækið starfræki jafnlaunakerfi í samræmi við ÍST 85:20212 staðalsins og hefur því heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.
Jafnlaunakerfið nær yfir öll störf og allar starfsstöðvar Origo á Íslandi.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefur Origo komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun
BSI á Íslandi hefur séð um faglega úttekt á jafnlaunavottun Origo og árlega viðhaldsúttekt.
Á hverju ári eru haldnir svokallaðir ofurhetjudagar hjá Origo. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.
Starfsfólk fyrirtækisins velur sér verkefni og vinna saman í hópum að því sem þá langaði helst að skapa og kynna síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum. Sigur í keppninni veiti vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandsbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.