22/05/2024 • Arnór Hreiðarsson
Svona getur Business Central einfaldað reksturinn í ferðaþjónustu

Rekstur ferðaþjónustufyrirtækja er oft víðtækur og krefst jafn víðtækra lausna. Hann er mannaflafrekur, inniheldur yfirleitt rekstur fasteigna, innkaup eru fjölbreytt, sem og tekjur og gjaldmiðlar sem unnið er með.
Business Central frá Origo auðveldar bæði minni og stærri fyrirtækjum að takast á við áskoranir sem rekstrinum fylgja. Með réttu og öruggu flæði fjárhagsgagna á milli kerfa og sjálfvirknivæðingu er hægt að fækka handtökum í fjárhag og uppgjöri, ásamt því að yfirsýn verður eins nákvæm og hugsast getur á hverjum tíma.
Tenging við fjölda lausna eykur sjálfvirkni
Origo býður upp á fjölda tenginga á milli Business Central og annarra kerfa, t.d. Sales Cloud, Booking Factory og LS Hospitality. Upplýsingar flytjast sjálfkrafa á milli þeirra og Business Central, sem þýðir að Business Central getur veitt þér yfirsýn yfir allar tekjur, sama hver uppruni þeirra er.
Tenging við sölu- og kassakerfi
Fjöldi sölu- og kassakerfa geta tengst Business Central. Gististaðir geta með tengingunni tryggt að allar tekjur skili sér rétt í fjárhag - að prenta út uppgjör og að bóka tekjur samkvæmt greiðslum í banka heyrir sögunni til.
Sérlausnir fyrir íslenskan markað
Margir þjónustuaðilar Business Central hafa þróað sérlausnir fyrir íslenskan markað. Má þar nefna launakerfi fyrir íslenskan vinnumarkað, samskipti við Skattinn, viðskiptabanka, Þjóðskrá og fleira sem auðveldar tilfærslu gagna enn frekar. Origo hefur þróað tengingar við færsluhirða sem að einfaldar bókhaldsuppgjör til muna.
Tenging við mannauðskerfi
Business Central er beintengt við mannauðskerfið Kjarna þar sem hægt er að halda utan um starfsmannamálin, allt frá ráðningum og tímaskráningum til orlofs og styrkumsókna. Með Business Central tengt við Kjarna tryggir þú að launin bókist ávalt rétt í fjárhag á sama tíma og þú tryggir að viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar haldist öruggar.

Einfaldari tekjuskráning og birgðayfirlit
Með því að nýta alla sjálfvirkni í rafrænum reikningum, kröfusendingum, bankasamskiptum og fleiru er hægt að einfalda tekjuskráningu og innheimtu til muna. Þetta auðveldar utanumhald birgða ásamt því að gera það að einföldu verkefni að greina kostnaðarverð seldra vara eftir tímabilum, þjónustu og veitna og síðan framlegð seldra vara.
Fyrir stóra sem smáa og alltaf aðgengilegt
Fjöldi stórra ferðaþjónustufyrirtækja nota Business Central en nýtt og skalanlegt verðmódel hefur opnað á aukna notkunarmöguleika sem henta fjölbreyttum rekstri innan ferðaþjónustunnar, stórum sem smáum.
Origo býður viðskiptavinum sínum upp á Business Central í skýinu sem veitir aukinn sveigjanleika. Óþarft er að reka tölvubúnað til að hýsa kerfið með tilheyrandi viðhaldi og kostnaði. Kerfið er aðgengilegt með aðgangsorði og lykilorði úr hvaða tæki sem hefur vafra. Þannig er hægt að bregðast hratt við ef upp koma vandamál í rekstrinum sem þarf að takast á við strax, án þess að þurfa að gera sér ferð upp á skrifstofu í tölvu sem er beintengt búnaðinum þar sem kerfið er hýst.

Höfundur bloggs
Arnór Hreiðarsson
Ráðgjafi í Business Central
Deila bloggi