Við leitum að húsnæði fyrir vinnustað framtíðarinnar
Origo óskar eftir upplýsingum um lausar lóðir, húsnæði eða önnur tækifæri sem uppfyllt geta þarfir félagsins m.t.t. stærðar og staðsetningar.

Skipulag
Framtíðarhúsnæði
Framtíðarhúsnæði Origo þyrftu helst að vera um 3-4.000 m² skrifstofuhúsnæði auk 2.000 m² vöruhúss til að tryggja samvinnu milli eininga og mæta breytilegum þörfum okkar til framtíðar.
Mikilvægir eiginleikar húsnæðis
Sjálfbær vistvæn hönnun (t.d. BREEAM eða Svansvottun) húsnæðis er mikill kostur
Góðar tengingar við vistvænar samgöngur, t.d. nálægð við framtíðar Borgarlínu
Sveigjanlegt innra skipulag til að mæta þróun og vexti fyritækisins
Kostur að auðvelt sé að svæðaskipta húsnæðinu, reynist þess þörf
Framúrskarandi hljóðvist í öllum rýmum og fullnægjandi hljóðeinangrun
Góð innivist, sérstaklega góð loftskipti og þægileg lýsing
Næg lofthæð, sér í lagi í vöruhúsi
Nægur fjöldi bílastæða fyrir starfsfólk og gesti
Innra skipulag húsnæðis
Opin rými sem stuðla að góðu upplýsingaflæði og samvinnu meðal starfsfólks þó með möguleika á afstúkun
Rými til að skapa fjölbreytta vinnuaðstöðu í takt við hugmyndafræði verkefnamiðaðs vinnurýmis s.s. fundarrými, samvinnurými, næðis-og einbeitingarrými
Framúrskarandi eldhús með aðbúnaði sem styður við heilsustefnu fyrirtækisins
Matsalur sem einnig getur nýst í viðburðarhald á vegum Origo
Samverusvæði s.s. kaffikrókar á hæðum auk afþreyingaraðstöðu
Snyrtileg og ókyngreind salerni á hæðum
Búningsklefar með sturtuaðstöðu
Hjólaaðstaða
Húsnæðisþörf
Áætluð húsnæðisþörf
Kröfur
Kröfur til lóðar
Markmiðið með markaðskönnuninni er að kanna framboð á lóðum sem uppfyllt geta þarfir framtíðarhúsnæðis félagsins m.t.t. stærðar og staðsetningar. Áformað er að flytja í nýtt húsnæði eigi síðar en í lok árs 2025.
Kröfur til lóðar sem hentar framtíðarhúsnæði Origo
Deiliskipulag lóðar og aðalskipulag svæðis sem tiltekið er í gögnum mögulegra samstarfsaðila, verður að heimila rekstur fyrirtækisins
Lóðin verður að vera á höfuðborgarsvæðinu
Kostur er ef hægt er að hýsa starfsemina á tveimur eða færri hæðum
Nálægð við almenningssamgöngur (Borgarlínu), göngu- og hjólaleiðir er ótvíræður kostur
Fyrirtækið
Almennar upplýsingar um fyrirtækið
Origo er nýsköpunarfyrirtæki með þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu & innviði, hugbúnað og notendabúnað. Origo á rætur sínar að rekja allt til ársins 1899, frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í áranna rás. Við trúum að „Betri tækni bæti lífið“og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar.
Kennitala Origo er 530292-2079.
Húsnæði Origo í dag eru í Borgartúni 37, 105 Reykjavík þar sem starfa um 400 manns. Auk þess að vera með þjónustumiðstöð, verkstæði og vörulager, þá er hluti af starfsemi okkar í Svíþjóð, Serbíu og Póllandi. Í heildina starfa um 600 manns í fjölbreyttum störfum heima og að heiman hjá Origo og dótturfélögum.
Mikilvægt er að staðsetning og skipulag nýs húsnæðis félagsins verði í takt við starfsemi Origo í framtíðinni og geti mætt breytilegum þörfum félagsins til lengri tíma.
Sjálfbærni
Megináherslur í sjálfbærni
Origo snertir með starfsemi sinni fjölbreytta hluta samfélagsins og tekur ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu af alvöru. Við trúum því að tæknin muni leika mikilvægt hlutverk í að leysa áskoranir samfélagsins í framtíðinni.
Með sjálfbærnistefnu sinni vill Origo lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið, hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun og fara fram með góðu fordæmi.
Vinnustaðurinn
Vinnustaðurinn Origo
Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem trúir því að betri tækni bæti lífið. Allt sem við gerum er unnið af fólki, í samvinnu við fólk og fyrir annað fólk.
Í mannauðsmálum leggjum við áherslu á fyrsta flokks starfsumhverfi sem ýtir undir vellíðan og nýsköpun starfsfólks. Við leggjum áherslu á að bjóða starfsfólki upp á frábært tækniumhverfi, þar sem fólk fær tækifæri til að vinna með nýja tækni í bland við rótgróna. Við erum sífellt að þróa vinnustaðinn, starfsumhverfið, tækin og tólin sem starfsfólk nýtir í starfi og ýtum undir stöðugar umbætur. Við bjóðum upp á frábær tækifæri til þróunar og vaxtar í starfi. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvert annars.
Lykiláherslur okkar í mannauðsmálum eru jafnrétti og fjölbreytileiki, nýsköpun og heilbrigði.
Jafnrétti og fjölbreytileiki
Nýsköpun
Heilbrigði

Hafðu samband
Mætir þú okkar þörfum?
Við óskum eftir að komast í samband við trausta fagaðila sem eiga lóðir eða húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og geta mætt húsnæðisþörfum okkar.