14/03/2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Árs- og sjálfbærniskýrsla Origo fyrir árið 2022 er nú aðgengileg á vefnum. Í skýrslunni er fjallað um helstu þætti í rekstri félagsins á liðnu ári.

Íslenskt landslag

Að baki er ár sem markar tímamót í rekstri Origo. Fyrir tveimur árum síðan lögðum við upp í vegferð sem miðaði að því að ýta undir frekara sjálfstæði vara og eininga innan Origo, gera vöruframboð hnitmiðaðra og sterkara, auka veg nýsköpunar til muna og setja mark okkar á þau samfélagsmál sem við töldum okkur geta haft áhrif á í gegnum starfsemi Origo.

Meðal þeirra atriði sem fjallað er um í skýrslunni;

  • Ánægja starfsfólks með Origo sem fyrirtæki og vinnustað er sú hæsta sem við höfum séð á síðustu árum en Origo mælist nú meðal þriggja hæstu í ánægju starfsfólks meðal þeirra rúmlega 60 fyrirtækja sem við berum okkur saman við.

  • Stórt skref var tekið í október þegar Origo seldi hlut sinn í Tempo til Diversis Capital,en vegferð Tempo sýnir skýrt hvað frábært starfsfólk og íslenskt hugvit ásamt stuðningi eigenda og stjórnvalda getur búið til mikil verðmæti í hugbúnaðargeiranum.

  • Stjórn félagsins samþykkti stofnun menntasjóðsins Fremri innan Origo og lagði honum til hálfan milljarð frá sölunni á Tempo. Við lítum svo á að frekari tækifæri starfsfólks Origo til menntunar á sviði nýsköpunar og tækni séu fjárfesting sem muni halda áfram aðþjóna starfsfólki, viðskiptavinum og hluthöfum langt inn í framtíðina.

  • Við náðum í fyrsta skipti þeim áfanga að konur séu 30% starfsmanna Origo. Einnig hefur kvenstjórnendum fjölgað talsvert og eru konur nú 37% stjórnenda. 

  • sjálfbærnistefna leit dagsins ljós, en við trúum því að tæknin muni leika mikilvægt hlutverk í að leysa áskoranir samfélgsins í framtíðinni. Megináherslur okkar eru Jafnréttismál, Stafrænt öryggi, Nýsköpun og Heilbrigðismál.

  • Árið var eitt besta rekstrarár í sögu Origo, þar sem tekjuvöxtur var 10,6% á milli ára og í öllum starfsþáttum félagsins. EBITDA hlutfall af tekjum var 8,3% og allar helstu efnahagsstærðir voru mjög sterkar til að styðja við vöxt til framtíðar.

Deila frétt