07/06/2023
Gagnaglíman, Netöryggiskeppni Íslands
Landskeppni Gagnaglímunnar er nú afstaðin og hefur 10 manna lið verið valið til taka þátt Netöryggiskeppni Evrópu fyrir Íslands hönd.

Gagnaglíman 2023 var haldin með prýði seinustu helgi. Markmið keppninnar er að efla áhuga ungmenna á netöryggi og auka þekkingu þeirra og færni. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins en Origo er stoltur styrktaraðili ásamt Syndis.
Mikilvægi netöryggis hefur verið á vörum margra síðan leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldin í síðasta mánuði en markverð aukning varð í netárásunum í aðdraganda fundarins. Núna í seinni tíð hefur mikilvægi netöryggis aukist gífurlega þar sem það fá finna nánast allt á netinu og innviðir eru nettengdir.

Fulltrúar Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu
Hlutverk keppninnar er að velja 10 manna lið til að taka þátt í Netöryggiskeppni Evrópu fyrir Íslands hönd sem haldin verður í Noregi seinna á árinu. Efstu þrjú sætin fengu verðlaunapening auk þess sem sterkustu nýliðar fengu viðurkenningu.
Sigurvegarar keppninnar voru:
1. Elvar Árni Bjarnason
2. Kristinn Vikar Jónsson
3. Dagur Benjamínsson

Of fáir sérhæfa sig í netöryggi
Keppnin var sett á laggirnar eftir átak hjá Netöryggissambandi Evrópu, með það markmið að vekja áhuga ungs fólks á á netöryggi vegna þess hve mikill skortur er af fólki í þessum bransa
Hjalti Magnússon
•
Formaður keppninnar
Hjalti telur að staðan hér á landi sé fremur dræm, það sé ekki mikið af fólki sem sérhæfi sig í netöryggi. Háskólaráðuneytið hefur nú verið í átaki varðandi netöryggi, þar sem t.d er búið að stofna meistaranámsbraut, en kennslu hefur skort á þessu sviði og margir sjálflærðir.

Hakkarar eru bara fólk sem hugsar út fyrir kassann, til þess að vera hakkari þarftu að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Keppnin á fyrst og fremst að vera skemmtileg fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á netöryggi og einnig að fá þau til að hugsa út fyrir kassann
Hjalti Magnússon
•
Formaður keppninnar
Snúa vörn í sókn
Keppni sem þessi vinnur á þeirri forsendur að sókn sé besta vörnin og gengur út á að læra að finna veikleika. Með skemmtilegum og krefjandi verkefnum er ætlunin að vekja áhuga ungmenna á þessu starfssviði og þannig efla varnir Íslenskra innviða.
Deila frétt