13/03/2023
Magnaðar konur í ljósmyndun.
Viðburðurinn Konur í ljósmyndun var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þar sem þrír framúrskarandi ljósmyndarar héldu fyrirlestur um störf sín og verk.
Vel var sótt á viðburðinn Konur í ljósmyndun á vegum Canon og Origo þar sem ljósmyndararnir Ása Steinars, Hulda Margrét og Íris Dögg Einarsdóttir fluttu frábæra fyrirlestra, sögðu frá sínum ljósmyndum og verkefnum og hvernig þær nálgast sín viðfangsefni.
Viðburðurinn var haldinn 8. mars síðastliðinn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og áhersla lögð á áskoranir kvenkyns ljósmyndara í ljósmyndageiranum.
Það er okkur hjá Origo og Canon afar mikilvægt að vera í góðum tengslum við samfélag Canon ljósmyndara og stuðla að því að efla fræðslu á meðal bæði áhuga- og atvinnuljósmyndara. Viðburðurinn Konur í ljósmyndun er mikilvægur hlekkur í því sambandi og þær Ása, Hulda og Íris voru með magnaða fyrirlestra að mínu mati.
Halldór Jón Garðarsson
•
Vörustjóri Canon
Canon og Origo þakka þeim sem lögðu leið sína í Borgartún 37 en hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndarinn Bernhard Kristinn fangaði.
Þú getur fylgst með næstu viðburðum Origo hér.









Fyrirlesarar kvöldsins
Hulda Margrét Óladóttir
Sjálfstætt starfandi ljósmyndari
Hulda er sjálfstætt starfandi fjölskyldu-, ferminga- og íþróttaljósmyndari auk þess sem hún vinnur með fyrirtækjum við að búa til kynningarefni, bæði ljósmyndir og vídeó. Hún hefur verið ein af fáum kvenkyns fótboltaljósmyndurum landsins undanfarin ár. Hulda er útskrifuð frá ljósmyndadeild Tækniskólans.

Íris Dögg Einarsdóttir
Sjálfstætt starfandi ljósmyndari
Íris útskrifaðist í ljósmyndun frá Medieskolerne í Danmörku þar sem hún bjó og starfaði í sjö ár. Íris hefur undanarin ár starfað við auglýsingaljósmyndun þar sem hún hefur unnið með fyrirtækjum og auglýsingastofum við að búa til kynninga- og auglýsingaefni.

Ása Steinars
Ferðaljósmyndari og áhrifavaldur
Ása starfar við að búa til efni, bæði ljósmyndir og vídeó, þar sem hún aðstoðar fyrirtæki að kynna sínar vörur, setja upp markaðsherferðir og staðsetja sig á netinu. Hún hefur meðal annars starfað fyrir Vogue og hefur til margra ára verið með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram þar sem hún er með yfir 700.000 fylgjendur.

Deila frétt