10/04/2025

Nýjungar og uppfærslur í Dynamics 365 Business Central

26. útgáfa af Business Central verður gefin út í byrjun apríl. Í þessari frétt förum við yfir nokkrar nýjungar sem eru fyrirhugaðar.

Greining áskriftartekna með Power BI skýrslum

Bættir eiginleikar við jöfnun innkaupapöntunarlína með Copilot 

Auknir möguleikar í fjárhagsskýrslugerð

Hvað er nýtt í sérlausnum Origo?

Microsoft er að gefa út 26. útgáfu af Business Central í byrjun apríl og langar okkur að því tilefni að stikla á stóru á þeim nýjungum sem fyrirhugaðar eru. Einnig förum við yfir hvað er nýtt í sérlausnum Origo. 

Greining áskriftartekna með Power BI skýrslum

Nýja Power BI appið veitir yfirgripsmikla yfirsýn yfir viðskiptin. Ítarlegar skýrslur og lykilmælikvarðar hjálpa til við að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að rekstrinum. Skýrslurnar veita yfirsýn yfir ýmsa þætti, sem dæmi má nefna:

  • Yfirlit áskriftar og mánaðarlegar áskriftartekjur.

  • Tekjugreining, tekjuþróun og tekjuspá.

  • Tekjur eftir vörum, viðskiptavini og sölumanni.

  • Heildarsamningsverðmæti og margt fleira.

Bættir eiginleikar við jöfnun innkaupapöntunarlína með Copilot 

Rafræn skjöl gegna lykilhlutverki í sjálfvirknivæðingu við móttöku og vinnslu reikninga frá birgjum. Copilot getur einfaldað það ferli með því að bera saman birgjareikninga við innkaupapantanir. Með þessu er hægt að draga úr handvirkum ferlum.

Auknir möguleikar í fjárhagsskýrslugerð

Þessi útgáfa gerir notendum kleift að búa til og hanna fjárhagsskýrslur án aðkomu forritara. 

Notendur geta:

  • Valið að fela tómar raðir þegar þeir skoða fjárhagsskýrslu.

Eigendur skýrslunnar geta:

  • Fylgst með notkun skýrsla.

  • Skrifað inngangs- og lokakafla fyrir skýrslur.

  • Vistað Excel sniðmát sín í Business Central.

  • Keyrt fjárhagsskýrslu með vistað Excel sniðmát og margt fleira.

Umsjónarnaður (e. admin) geta:

  • Notað skjöl til að finna út hvaða heimildir eru nauðsynlegar til að keyra eða breyta fjárhagsskýrslum.

  • Fengið mælingar á notkun fjárhagsskýrslna.

Hvað er nýtt í sérlausnum Origo?

Rafrænir reikningar

Búið er að bæta við nýrri vörpunartöflu, Origo Vörpun. Með þessari vörpunartöflu er hægt að nota bókhaldskostnað úr haus og línu, vörunúmer, vörulýsingu og VSK-síu til að stýra bókun reikninga. Með þessum gildum er reikningum varpað yfir á fjárhagsreikninga, vörur, kostnaðarauka, eignir og úthlutunarreikninga. Úthlutanarreikningur veitir möguleika á að dreifa kostnaði hlutfallslega, til dæmis á mismunandi víddir, fjárhagslykla og önnur viðeigandi viðföng. Einnig styður kerfið nú möguleikann á að varpa ákveðnum mælieiningum yfir á mismunandi mælieiningar. Að auki höfum við bætt meðhöndlun á VSK% fyrir þá sem nota blandað lyklasett.

Með nýju töflunni Origo vörpun – Varpa út frá skjali , verður uppsetning varpana einfaldari. Þar má á skýran og aðgengilegan hátt sjá allar helstu upplýsingar sem fylgja rafrænum reikning og á einfaldan hátt búa til vörpun.

Erlendar greiðslur

Greiðsla reikninga í erlendri mynt er auðveld í greiðslulausn Origo. Erlendir greiðslubunkar eru stofnaðir og sendir í banka með möguleika á að hafa skuldfærslureikning í erlendri mynt eða íslenskum krónum. Bæði varðandi greiðsluna sjálfa og kostnað við greiðslu. Greiðslubunkar stofnast í bankanum og notendur þurfa að opna bunka þar og klára greiðslu. Greiðslustaðfesting er svo sótt frá bankanum inn í  greiðslubunkann í Business Central og bókuð þaðan.

Tenging við Caren bílaleigukerfið

Tengingin gerir notendum Caren auðvelt með að bóka tekjur beint inn í Business Central til að minnka handavinnu við innslátt.

Tenging við Manor verkbókhald

Þeir aðilar sem eru að nota Manor geta nú sent sölureikninga beint inn í Business Central og stofnað kröfur í gegnum Bankakerfið.

Tenging við SalesCloud

Origo hefur hannað tengingu við sölukerfið SalesCloud sem flytur sölugögn yfir í fjárhagskerfið.

Bókun í bið við samþykkt

Hentar fyrirtækjum sem nota samþykktarkerfi Unimaze. Þegar ósamþykktur reikningur kemur inn í Business Central verður til lánardrottnafærsla með stöðunni bið. Þegar reikningurinn er samþykktur færist færslan úr biðstöðu og er þá tilbúin til bókunar.

Aukin virkni í innkaupareikningum

Þú getur valið týpuna Viðskiptamaður eða Lánardrottinn í línum á innkaupareikningum í Business Central. Þetta er gagnlegt ef þú vilt færa kostnað beint áfram á viðskiptavin, eða halda utan um millifærslur og lán á einfaldan hátt.

Við vonum að þessar uppfærslur hafi komið að notum. Helstu lausnirnar okkar má finna hér.

Business Central

Viltu vita meira um Business Central?

Origo

Deila frétt