23/11/2022

Origo er bakhjarl Gulleggsins 2023

Origo hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins og eykur þannig enn frekar við stuðning sinn við nýsköpun á Íslandi.

Undirritun samning KLAK - Icelandic Startups og Origo um Gulleggið 2023 - Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups, Jón Björnsson, forstjóri Origo og Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjór mannauðs Origo

Origo trúir því að áskoranir samfélagsins verði leystar með nýsköpun og styður þess vegna við nýsköpunarumhverfið. Félagið hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, sem er stærsta og ein skemmtilegasa frumkvöðlakeppni landsins. Þar að auki er Origo er einn bakhjarla samfélagshraðalsins Snjallræði og einn aðaleigenda KLAK - Icelandic Startup.

Gulleggið hefur verið ein vinsælasta frumkvöðlakeppnin á Íslandi undanfarinna ára þar sem háskólanemendur og almenningur er hvatt til að taka fyrstu skrefin í frumkvöðlasamfélaginu með því að umbreyta hugmynd í viðskiptatækifæri.

„Origo elskar að breyta góðri tækni í góða viðskiptahugmynd og lætur sitt ekki eftir liggja við að styðja verkefni sem hafa það að leiðarljósi að búa til tæknihugmyndir sem geta gert lífið betra.“

Jón Björnsson

Forstjóri Origo

Gullegið er í umsjón KLAK – Icelandic Startups sem býr að áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum. Gulleggið hefur verið haldið frá árinu 2008 og hefur reynst íslenskri nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi vel. Mikill fjöldi íslenskra frumkvöðla og fyrirtækja hefur fengið aðstoð við að móta hugmyndir sínar í Gullegginu, koma þeim í framkvæmd og ná verulega góðum árangri.

„Fleiri bakhjarlar þýðir stærri keppni, fleiri tækifæri og meiri nýsköpun. Við fögnum því allan daginn að fá inn svo öflugt fyrirtæki í bakhjarlahópinn. Saga Origo er til fyrirmyndar, þau skilja og styðja nýsköpuna núna sem og alltaf.“

Kristín Soffía Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Origo er einn af stærstu hluthöfum KLAK - Icelandic Startups en aðrir eigendur eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins og Samtök Iðnaðarins. Origo hefur stutt vel við starfsemi KLAK í gegnum árin og unnið hörðum höndum að aðstoða frumkvöðla og stuðlað að fjölgun sprotafyrirtækjum hérlendis.

Jón Björnsson, forstjóri Origo, Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups hafa í gegnum gott samstarf stuðlað að því styrkja enn frekar samstarf Origo og KLAK. Með undirritun samningsins gerist Origo nú formlegur bakhjarl Gulleggsins í fyrsta sinn.

Deila frétt