11/05/2023

Origo er Fyrirmyndar-fyrirtæki ársins 2023

Origo hringurinn í íslensku landslagi

Origo hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki ársins frá VR.

Umfangsmikil rannsókn VR liggur að baki sem byggir á níu lykilþáttum. Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis, svo sem stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti og starfsánægju.

Við erum ótrúlega stolt af þessari viðurkenningu, enda skiptir okkur öllu máli að vera frábær vinnustaður.

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Origo

Vellíðan í starfi er lykilmælikvarði í starfsemi Origo. Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið að starfsánægja mælist yfir 8,5 og fylgjum því eftir með mánaðarlegum mælingum. Allt sem við gerum er unnið af fólki, í samvinnu við fólk og fyrir annað fólk. Undirstöður mannauðsstefnunnar eru aukinn fjölbreytileiki meðal starfsfólks, að fjölga konum í upplýsingatækni og fjölga ráðningum ungra og upprennandi einstaklinga.

Deila frétt