Starfstækifæri
Viltu breyta leiknum með okkur?
Mannauðsstefnan
Mannauður og menningin
Þetta er Origo
Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvert annars
Í mannauðsmálum leggjum við áherslu á fyrsta flokks starfsumhverfi sem ýtir undir vellíðan og nýsköpun starfsfólks. Við leggjum áherslu á að bjóða starfsfólki upp á frábært tækniumhverfi, þar sem fólk fær tækifæri til að vinna með nýja tækni í bland við rótgróna. Við erum sífellt að þróa vinnustaðinn, starfsumhverfið, tækið og tólin sem starfsfólk nýtir í starfi og ýtum undir stöðugar umbætur. Við bjóðum upp á frábær tækifæri til þróunar og vaxtar í starfi.
0:00
0:00
Nýsköpun
Menntasjóðurinn Fremri
Menntasjóðurinn Fremri var stofnaður til að virkja hugvit og styrkja mannauð Origo til framtíðar á sviði nýsköpunar og verðmætasköpunar. Er sjóðnum ætlað að auka hraða í uppbyggingu á þekkingu og reynslu í þróun, sölu- og markaðssetningu á hugbúnaðarvörum og tæknilausnum.
Markmið styrkveitinga úr menntasjóðnum Fremri er að gera starfsfólki og framtíðar starfsfólki kleift að sækja sér fjölbreytta og alþjóðlega menntun í hæsta gæðaflokki á sviði nýsköpunar, þróunar hugbúnaðar- og tæknilausna, framtíðartækni og viðskiptaþróunar.
Jafnrétti og fjölbreytileiki
Jafnlaunavottun
Origo er jafnlaunavottað fyrirtæki frá því árið 2018 skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og vinnum við markvisst að áframhaldandi umbótum í jafnlaunamálum. Jafnlaunakerfið styður við markmið okkar í jafnréttismálum og tryggir að allar ákvarðanir varðandi laun séu teknar á sama hátt fyrir konur, karla og kvár og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum feli ekki í sér kynjamismunun.
Jafnlaunakerfið nær yfir öll störf og allar starfsstöðvar Origo á Íslandi.
BSI á Íslandi hefur séð um faglega úttekt á jafnlaunavottun Origo og árlega viðhaldsúttekt.
Nýsköpun
Ofurhetjudagar
Á hverju ári eru haldnir svokallaðir ofurhetjudagar hjá Origo. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.
Starfsfólk fyrirtækisins velur sér verkefni og vinna saman í hópum að því sem þá langaði helst að skapa og kynna síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum. Sigur í keppninni veiti vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.