Betri vinnustaður bætir lífið

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem trúir því að betri tækni bætir lífið. Allt sem við gerum er unnið af fólki, í samvinnu við fólk og fyrir annað fólk. Það er markmið okkar að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks, fjölga konum í upplýsingatækni og fjölga ráðningum ungra og upprennandi einstaklinga.

Brand myndefni
Sækja um

Störf í boði

Ferilskráin og viðtalið

Góð ráð fyrir umsækjendur

Origo leggur áherslu á að ráða hæfasta starfsfólk sem völ er á til starfa. Frumkvæði, sjálfstæði og lausnarmiðuð hugsun eru eiginleikar sem við horfum gjarnan til. Við leggjum metnað okkar í skapa starfsfólki framúrskarandi aðstæður til að blómstra í starfi.

Konur spjalla saman

Jafnrétti og fjölbreytileiki

Jafnlaunavottun

Stuðlum að jöfnum tækifærum, óháð kyni, aldri, kynþætti og kynhneigð

Markmið að 50% ráðninga séu konur

Vellíðan

Mánaðarlegar mælingar á líðan starfsfólks og eftirfylgni

Fjölbreyttir heilsutengdir fyrirlestrar

Holl næring í boði allan daginn

Heilbrigt og öruggt starfsumhverfi

Nýsköpun

Nýsköpun alla daga og hluti af okkar DNA

Stöðugar umbætur í starfs- og tækniumhverfi okkar

Þróum áfram og breytum leiknum

Styrkir við frumkvöðlasamfélagið, s.s. Gulleggið

Svona er Origo

Við leggjum áherslu á að bjóða starfsfólki upp á frábært tækniumhverfi, þar sem fólk fær tækifæri til að vinna með nýja tækni í bland við rótgróna. Við erum sífellt að þróa vinnustaðinn, starfsumhverfið, tækin og tólin sem starfsfólk nýtir í starfi og ýtum undir stöðugar umbætur. Við bjóðum upp á frábær tækifæri til þróunar og vaxtar í starfi, byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvert annars. 

Jafnrétti

Jafnlaunavottun

Origo hlaut jafnlaunavottun árið 2019. Vottunin staðfestir að fyrirtækið starfræki jafnlaunakerfi í samræmi við ÍST 85:20212 staðalsins og hefur því heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Jafnlaunakerfið nær yfir öll störf og allar starfsstöðvar Origo á Íslandi.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu jafnlaunastaðalsins hefur Origo komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun

BSI á Íslandi hefur séð um faglega úttekt á jafnlaunavottun Origo og árlega viðhaldsúttekt.

myndskreyting

Ofurhetjudagar

Á hverju ári eru haldnir svokallaðir ofurhetjudagar hjá Origo. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Starfsfólk fyrirtækisins velur sér verkefni og vinna saman í hópum að því sem þá langaði helst að skapa og kynna síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum. Sigur í keppninni veiti vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandsbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

Ofurhetjudagar Origo

Fréttir

Fólkið okkar í fréttum