20/05/2022

Origo er Fyrirmyndar-fyrirtæki VR 2022

Origo hlaut nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2022 í gær. Við erum afar solt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Þetta er þriðja árið í röð sem við hljótum þennan titil. Við munum halda áfram að hafa gleðina í fyrirrúmi alla daga, vinna að jafnrétti kynjanna, efla nýsköpun, sinna sjálfbærri þróun og umhverfismálum, ásamt því að hlúa vel að heilsu og vellíðan starfsfólks okkar.

Þetta er okkur hvatning til að gera enn betur. Við munum halda áfram að hafa gleðina í fyrirrúmi alla daga, vinna að jafnrétti kynjanna, efla nýsköpun, sinna sjálfbærri þróun og umhverfismálum, ásamt því að hlúa vel að heilsu og vellíðan starfsfólks okkar. Það gleður okkur einstaklega hvað starfsfólkinu líður vel, enda eru það hin sönnu verðmæti fyrirtækisins.

Við erum sífellt að þróa starfsumhverfið og ýtum undir stöðugar umbætur. Það er markmið okkar að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks, fjölga konum í upplýsingatækni og fjölga ráðningu ungra og upprennandi einstaklinga. Sveigjanleiki í starfi er ein af grunnstoðunum í starfsumhverfi Origo. Fjarvinnustefna hefur verið innleidd til framtíðar en starfsfólk okkar býr við mikið sjálfstæði og getur valið hvar því hentar best að vinna.

Í mannauðsmálum leggjum við áherslu á fyrsta flokks starfsumhverfi sem ýtir undir vellíðan og nýsköpun starfsfólks. Við bjóðum starfsfólki okkar upp á frábært tækniumhverfi en viðurkenningin skiptir okkur miklu máli og er hvatning að halda áfram að vinna að því markmiði um að verða eftirsóttasti vinnustaðurinn.

Dröfn Guðmundsdóttir

mannauðsstjóri Origo.

Mannauðsdeild Origo: Dröfn Guðmundsdóttir, Eva Demireva, Helga Björg Hafþórsdóttir og Rut GunnarsdóttirMannauðsdeild Origo: Dröfn Guðmundsdóttir, Eva Demireva, Helga Björg Hafþórsdóttir og Rut Gunnarsdóttir

Við bjóðum upp á frábær tækifæri til þróunar og vaxtar í starfi. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvert annars. Hjá okkur starfar öflugur hópur fólks sem trúir því að betri tækni bæti lífið.

Til hamingju allir og takk fyrir að gera vinnustaðinn okkar frábæran!

Deila frétt