30/01/2025

Origo er vinnustaður í fremstu röð árið 2024

Moodup afhenti á dögunum viðurkenningu til þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði til að hljóta viðurkenninguna, Vinnustaður í fremstu röð árið 2024.

Aðalbygging Origo, Borgartúni 37

Origo er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna, Vinnustaður í fremstu röð árið 2024. Moodup mælir starfsánægju og gefur stjórnendum heildstæða mynd af líðan starfsfólks.

Til þess að hljóta viðurkenningu Moodup eru skilyrðin þrjú:

  1. Mæla starfsánægju a.m.k. einu sinni á ársfjórðungi

  2. Bregðast við endurgjöf sem starfsfólk skrifar

  3. Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði.

Starfsánægja er lykilmælikvarði hjá okkur. Við erum félag í upplýsingatækni sem byggir allan sinn árangur á mannauðnum og okkur er því umhugað um að vita hvernig okkar fólki líður. Þess vegna mælum við mánaðarlega með stuttum púls mælingum í Moodup. Við erum verulega stolt af því að vera vinnustaður í fremstu röð!

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdarstjóri mannauðs

Origo er vinnustaður í fremstu röð árið 2024.Origo er vinnustaður í fremstu röð árið 2024.

Starfstækifæri

Viltu breyta leiknum með okkur?

Deila frétt