04/09/2024

Origo hlaut viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024

Þessi viðurkenning er hvati til að halda áfram að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið, hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun og fara fram með góðu fordæmi.

Hæsta einkunn á meðal upplýsingatæknifyrirtækja

Origo hlaut viðurkenningu Sjálfbærniássins árið 2024 en fyrirtækið mældist hæst af upplýsingatæknifyrirtækjum. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði sem metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum. Mælingarnar ná til helstu markaða á Íslandi. Stuðst er við módelið The Qualtrics ESG solution sem mælir fjóra þætti, en þeir eru plánetan (e. planet), hagsæld (e. prosperity), fólk (e. people) og stjórnarhættir (e. governance). Sjálfbærniásinn er samstarfsverkefni Prósent, Langbrókar og Stjórnvísi.

Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo tók á móti viðurkenningunni.Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo tók á móti viðurkenningunni.

Þetta er hvatning til að halda áfram. Við snertum með starfsemi okkar fjölbreytta þætti samfélagsins og viljum vanda okkur í sjálfbærnimálum og vera öðrum hvatning. Við höfum sett okkur áherslur þar sem við getum haft raunveruleg áhrif og þær snúast um öryggi, nýsköpun og jafnrétti. Það er aðeins með samhentu átaki samstarfsfólks okkar og samstarfsaðila sem við náum okkar markmiðum. Þessi viðurkenning er þeirra og við munum halda áfram að hafa þessar áherslur til grundvallar í okkar ákvarðanatöku.

Lóa Bára Magnúsdóttir

Markaðsstjóri Origo

Ari Daníelsson forstjóri Origo og Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo.Ari Daníelsson forstjóri Origo og Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo.

Sjálfbærniáherslur

Við trúum því að tæknin muni leika mikilvægt hlutverk í að leysa áskoranir samfélagsins í framtíðinni. Þess vegna höfum við sett okkur fjórar megináherslur og markmið sem eru grunnurinn að sjálfbærnistefnu Origo. Þær eru öryggi, nýsköpun, heilsa og jafnrétti. 

Stefna um sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð

Lestu meira um stefnu okkar og áherslur í sjálfbærni til þess að öðlast dýpri skilning á árangri og framtíðarstefnu okkar í sjálfbærnismálum.

Deila frétt