20/10/2022

Origo hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun

Origo hlýtur hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun árið 2022.

Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Origo, Jón Björnsson, forstjóri Origo og Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo

Verðlaunin sem eru veitt í samstarfi við KLAK - Icelandic Startups voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 19. október. Við val á framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins er horft til ýmissa þátta á borð við nýnæmi, vöxt og útflutningstölur, rannsóknarstyrki, einkaleyfi og hvernig nýsköpun er almennt háttað í daglegri starfsemi fyrirtækisins.

„Við erum afar kát með þessa viðurkenningu og þetta er vissulega mikil viðurkenning fyrir okkar starfsfólk. Það er svo frábært að fyrirtæki sem rekur sögu sína 70 ár aftur í tímann hafi náð að endurskapa sig aftur og aftur á síðustu árum og er í dag eitt sterkasta nýsköpunarfyrirtæki landsins á sviði hugbúnaðar.“

Jón Björnsson

Forstjóri Origo

Ávallt með nýsköpun að leiðarljósi

Það var mat dómnefndar að Origo sé einstakt dæmi um fyrirtæki sem á langa sögu í upplýsingatækni og nær að byggja nýsköpun inn í alla vinnu fyrirtækisins, gefur starfsfólki ábyrgð til að skapa og þannig leggja sitt af mörkum til að stuðla að hugvitsdrifnum hagvexti og skapa verðmæt störf.

„Það má segja að nýsköpun sé innbyggð í starfsemi fyrirtækisins, með slagorðið „Betri tækni bætir lífið“. Mannauðsstefna félagsins, menning og gildi eru öll tengd nýsköpun og stöðugum úrbótum. Árlega eru haldnir svokallaðir Ofurhetjudagar þar sem starfsfólk helgar sig nýsköpun í 24 tíma," sagði Kári Finnsson, markaðs- og fræðslustjóri Creditinfo fyrir hönd dómnefndar.

Fjárfesting í nýsköpun

Origo hefur sterkar rætur í nýsköpun og hefur fjárfest í nýsköpun á öllum sviðum félagsins. Fyrirtækið fjárfestir rúmlega 1 milljarði á ári í vöruþróun og hugmyndavinnu tengdri nýsköpun. Mest er nýsköpunin í eigin hugbúnað  en velta félagsins óx þar um 24% á síðastliðnu ári. Hjá Origo eru í gangi á annan tug nýsköpunarverkefna hugbúnaði á mismunandi stigum.

Origo er einn aðaleiganda Klak Icelandic Startups sem hefur það hlutverk að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum.

Nýsköpunarmenning ríkjandi

Í dag starfa yfir 500 manns hjá fyrirtækinu. Áhersla er á fjölbreytileika meðal starfsfólk en það er talin forsenda þess að skapa umhverfi nýsköpunar og sem fjölbreyttust sjónarhorn inn í nýsköpunarstarfið. Í dag eru 37% af stjórnendum konur og 30% starfsfólks, í annars karllægum geira.

„Nýsköpun er partur af DNA fyrirtækisins. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr því að hafa fjölbreyttan hóp starfsfólks. Þannig búum við til góðan kraft fyrir nýsköpun að blómgast."

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðs Origo

Lykilatriði í mannauðsstefnu Origo er að efla fjölbreytileika meðal starfsfólks en með fjölbreyttum sjónarhornum, bakgrunni, aldri og kynjum eru skapað umhverfi sem eflir nýsköpun.

Einstök og arðbær nýsköpun

Dómnefnd benti á að nýsköpun getur verið arðbær eins og saga Tempo sýnir. Tempo er fyrirtæki sem var aðskilið frá starfsemi móðurfélags Origo árið 2014. Tempo sérhæfir sig í tímaskráningum í þróunartólinu JIRA. Origo seldi 40% hlut sinn í félaginu nýverið á 29 milljarða króna. Það er álíka virði og markaðsvirði móðurfélagsins. Þannig geta nýsköpunarverkefni vaxið og geta á endanum skilað miklum arði.

„Vegferð Tempo sýnir skýrt hvað frábært starfsfólk, íslenskt hugvit, stuðningur eigenda og stjórnvalda getur búið til mikil verðmæti í þessum geira. Origo heldur áfram að þróa lausnir og breyta leiknum líkt og Tempo hefur gert og við vonum að fleiri hugbúnaðarvörur, bæði frá okkur og öðrum, geti átt jafn farsælan feril líkt og Tempo," sagði Jón Björnsson, forstjóri Origo, enn fremur.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi nýsköpun

0:00

0:00

Um hvatningarverðlaunin

Hvatningarverðlaun Creditinfo um framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki eru veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við KLAK - Icelandic Startups. Í dómnefnd sátu Ólafur Andri Ragnarsson formaður dómnefndar, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups og Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi.

Deila frétt