11/06/2021

Pappírinn fyrir bí hjá Origo

Origo hefur tekið í notkun stafrænar undirskriftir fyrir samninga sem felur í sér að fyrirtækið mun einungis sýsla með reikninga og samninga á stafrænu formi. Þá hyggst Origo einungis senda út reikninga og gögn til viðskiptavina á stafrænu formi. Ákvörðunin styður við sjálfbærnistefnu Origo, sem hefur það að markmiði að auka umhverfisvæna upplýsingatækni og stuðla að umbúðalausu samfélagi.

Lausnin fyrir stafrænar undirskriftir kemur frá hugbúnaðarfyrirtækinu Dokobit. Þá mun Origo verða eini megin (premium) samstarfsaðili Dokobit hér á landi.

Dokobit er eini þjónustuveitandinn á Íslandi sem hefur lokið við eIDAS vottun sem fullgildur traustþjónustuveitandi til staðfestingar um samræmi við gildandi lög um rafrænar undirskriftir og aðrar traustþjónustu.

Deila frétt